Greinasafn eftir: Auður

Lautarferð í hádeginu í miðri stórborginni.

Í þessari stóru fyrirtækjabyggingu í hjarta Chicago er að finna þakgarð á sjöundu hæð. Hann skartar þessum glæsilegu trjám og hér geta starfsmenn komist aðeins út undir bert loft í hádegishléinu sínu og andað að sér smá grænu í öllum grámanum til að næra sálina fyrir áframhaldandi inni vinnu.  Græn þök og meiri gróður í stórborgir skiptir miklu máli til að kæla borgir niður þar sem vaxandi hiti er orðið vandamál. Halda áfram að lesa

Magnað manngert landslag í Vietnam

Þetta landslag minnir landslagsarkítekt óneitanlega á hæðarlínukort en þó í sinni fallegustu mynd.

Frá örófi alda hafa Vietnamar ræktað landið sitt og snemma hafa þeir farið að byggja upp og hlaða veggi til að mynda flatlendi fyrir hrísgrjónaræktina einnig í fjallahluta landsins. Þar sem landið er að miklum hluta fjöll og minni hluta flatlendi hafa þeir neyðst til að búa til meira ræktunarland með þessum hætti. Ótrúlegt er að hugsa til þess hve mikil vinna hefur farið í gerð þessa ræktunarlands því varla hefur verið að hægt að koma við vélum þó þær hefðu verið til á þeim tíma. Halda áfram að lesa

Elliðadalur fræðandi útivistarparadís borgarbúa.

Upplýsingaskilti um Elliðaárdal í heild.

Í Elliðaárdalnum hefur verið komið fyrir fallegum og gagnlegum fræðsluskiltum fyrir áhugafólk um fugla og ýmsar menningarminjar sem í dalnum finnast. Nýjasta skiltið er sérstaklega fyrir áhugafólk um fugla og er eitt staðsett við efstu trébrúnna fyrir neðan stíflu.  Bent er á bestu staði í dalnum til að skoða fugla og fleira fræðandi er varðar fuglalíf í dalnum. Þetta er verkefni sem var valið í íbúakosningum úr innsendum hugmyndum 2012 í betri hverfi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Í þetta verkefni var veitt ein milljón króna og var það sett upp í febrúar 2013. Halda áfram að lesa

Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.

Skrúðgarðar upp á þökum í stórborginni New York.

Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til.  Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið.  Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa

Hlíðargarður falin perla í Kópavogi.

Horft niður eftir Hlíðargarði til suðurs,í fjarska sést íþróttahúsið Smárinn.

Hlíðargarður er skrúðgarður í Kópavogi. Hann var mikið notaður af íbúum bæjarins við hvers kyns uppákomur 17. júní og þess háttar viðburði hér áður fyrr, en hversu margir ætli muni eftir honum í dag?  Hann er fallegur garður sem er umkringdur íbúðarhúsum á alla kanta og því vel falinn þeim sem ekki vita af honum. Íbúar í nágrenni við hann nýta hann væntanlega vel en það er þess virði að leggja lykkju á leið sína til að eiga þar góða stund á góðum degi.  Leikskólar bæjarins gerðu sér glaðan dag og héldu þar hátíð árlega í það minnsta fyrir nokkrum árum og vonandi enn þann dag í dag. Halda áfram að lesa

Öðruvísi húsaklæðning.

Hver vill ekki hafa húsið sitt svona mjúkt og flaueliskennt?

Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið.   Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá  Weichlbauer Architects.  Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis. Halda áfram að lesa

Nokkrar útfærslur af hellum í grasi.

Fallegt fyrir augað og minnir óneitanlega á skákborðið alkunna.

Það er hægt að gera marga skemmtilega hluti með ekki flóknara efni en grasflöt og hellum.  Hellum er komið fyrir í grasflöt og verða þær þannig partur af henni eða til að auðvelda umgengni um hana t.d. í bleytu. Einnig er hægt að láta gras vaxa á milli hellna til að mýkja áferð og útlit þeirra. Halda áfram að lesa

Smágarðar

Unnið með smágarða

Sniðug hugmynd, þar sem gróðurbeðum má raða að vild og breyta til, aftur og aftur.  Lágvöxnum gróðri er komið fyrir í hverjum kassa, þeir eru svo á hjólum þannig að auðvelt er að færa þá til og raða upp á mismunandi vegu.  Ein tegund í einn tígullaga kassa sem svo mynda breiður af jarðlægum gróðri í ýmsum áferðum og mynstrum.  Það eru hönnuðirnir Legge Lewis og Legge sem eiga heiðurinn af þessari hugmynd en þeir starfa í New York og Austin í Texas. Þetta verk þeirra var á alþjóðlegu garðhátíðinni í Toronto í september 2010. Halda áfram að lesa