Stiklur í garðinn þinn.

Breið viðarborð mynda fallegar tröppur í mölinni.

Endalausir möguleikar eru á útfærslum á stiklum í garðinn. Ýmist settar í möl eða grasflötina. Einnig er efni stikla margvíslegt, viður, steyptir plankar og hellur af óteljandi stærðum og gerðum.

Stórir steyptir plankar sem framhald af pallinum út í grasflötina.

Hellurnar tengja svæðin sitt hvoru megin við grasflötina og auðvelda umgengni í bleytu.

Tilbreyting að raða misstórum hellum/stiklum í mölina, afar snyrtileg útfærsla.

Skemmtilega formaðar stiklur í möl mynda mynstraða gangstétt í lífrænu formi.

Myndir sóttar á slóð: http://homeklondike.com/2011/03/14/garden-paving-ideas/

http://www.digsdigs.com/contemporary-garden-design-by-eckersley-garden-architecture/

http://trendszine.com/interior/2010/05/08/modern-garden-designs.html