Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2019

Val gróðurs í ýmis hlutverk

Torg með einföldum formum þar sem samspil lita fær að njóta sín.

Gróðri er plantað til að sinna ýmsum hlutverkum eins og veita skjól, loka einhverju af (bílaplani, inngangi, einkagarði ofl.), limgerði í stað skjólveggs, til prýði, samspil lita og margt fleira. Til þess að vel takist til er mikilvægt að velja réttar tegundir eftir því hlutverki sem þær eiga að gegna, varðandi vaxtarlag og -hraða, stærð og umfang.

Passa verður að velja ekki of hávaxinn gróður þar sem hann má ekki verða of stór, hraður vöxtur eykur þörf á miklum klippingum til að hemja vöxt. Betra er að velja tegundir sem henta í þá hæð sem maður vill ná.

Gróðurinn hefur líklega ekki átt að loka fyrir útsýni úr glugganum.

Ef gróðurbeð er t.d. 1 m á breidd við gangstétt eða göngustíg verður að passa að umfang tegunda verði ekki mikið meira en það, því annars kallar það á margar klippingar til að halda gróðrinum í skefjun og hann loki ekki gönguleiðum. Umfangsmiklar tegundir kalla á mikið og gott pláss til að fá notið sín til fulls.

Gönguleiðir lokast með tímanum ef tegundir eru of umfangsmiklar.
Hér hefur Alaskaylli verið plantað of nærri gönguleið en hann þarf mikið pláss og vex hratt.

Tegundir sem nota á í limgerði eru valdar út frá því sem á að ná fram t.d. þétt, hægvaxið en sígrænt Sitkagreni.

Sitkagreni er sígrænt, hægvaxið og lokar fullkomlega allt árið.

Eða hraðvaxnar tegundir sem þarfnast klippinga 1-2 var á sumri eins og Víðtegundir.

Víðitegundir vaxa skjótt.

Ef gróðurinn er til þess fallinn að loka fyrir umferð óviðkomandi gæti t.d. Sunnubroddur átt vel við til að gegna því hlutverki.

Sunnubroddur lokar fyrir óviðkomandi umferð með stórum broddum sínum.

Hægt er að nota gróðurinn til að ná fram ákveðnum formum og mismunandi áferð með hinum ýmsu tegundum. Hér eru notuð strá í stað blóma með góðum árangri.

Strá í stað blóma.
Heildarsvipur, samræmd gróðurbeð prýða opinbera byggingu.