Greinasafn fyrir merki: Bekkir

Fjölbreytilegir áningastaðir í borgarlandi

Gangandi og hjólandi vegfarendur njóta góðs af fjölbreyttum áningastöðum víðs vegar um borgina. Fyrir ýmsa, eldra fólkið og fólk með skerta hreyfigetu skiptir miklu máli að hafa áningastaði og bekki sem víðast, helst með ekki lengra millibili en 100 m.

Hér getur að líta ýmsar útfærslur sem má finna víða.

IMG_1705

Innan garða borgarinnar eru víða bekkir.

2014-09-25 11.57.44

Hvíldarsvæði með einfaldari bekkjum.

Reiðhjólastandur og vörn gegn umferð inn á áningarsvæðið.

Hvíldarstaður fyrir hjólandi og gangandi með nesti.

Röndin minnir á hve freystandi er að hvíla lúin bein.

Áningarstaður með hefðbundnum borgarbekkjum.

Hér sést hvað látlaus steinhleðslan afmarkar fallega útskotið.

Látlaus steinhleðsla afmarkar bekkina.

 

Borð með bekkjum og jafnvel yfirbyggt skýli.

IMG_1719

Skrautleg borð og bekkir.

Æfingatæki finnast einnig í tengslum við áningasvæðin.

Æfingatæki finnast einnig í tengslum við áningasvæði.

Halda áfram að lesa

Áningarsvæði í Fossvogi

Áningarsvæði í Fossvogi

Skemmtilegt hvernig hellulögn hefur verið látin ganga út á malbikaða göngustíginn til að vekja athygli vegfarenda á afmörkun áningasvæðis sem þar er boðið upp á.

Getur verið að það komi einnig blindum og sjónskertum til góða og auðveldi þeim að finna svæði við göngustíginn þar sem þeir myndu vilja á, á ferð sinni um dalinn? Halda áfram að lesa

Gastankar í nýju hlutverki

Í Westerpark í Amsterdam hafa gamlir ónýttir gastankar fengið nýtt hlutverk, þeim hefur verið breytt í tjarnir.

Tjarnir með pöllum allt í kring fyrir göngusvæði sem minna á bryggju, en pöllunum hefur verið komið fyrir innan á veggjum tankanna og mynda veggirnir skemmtilega umgjörð utan um tjarnirnar.  Þegar sest er niður umvefja veggir tankanna mann ásamt gróðrinum í kring og er upplifunin ákaflega friðsæl maður gæti allt eins verið í eigin heimi.  Á heitum dögum er svalandi að sitja og kæla fæturna í vatninu. Halda áfram að lesa