Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2013
Langfyrstur með haustliti
Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar mátti sjá þennan ótrúlega fallega Fjallareynir í dag. Hann sker sig vissulega vel úr nærliggjandi gróðri, þar sem hann er langfyrstur til að koma með svona gríðarlega áberandi haustlit. Þessi tegund er með þeim fyrstu af Reynifjölskyldunni að fá haustliti, nafnið er Fjallareynir og á latínu Sorbus commixta. Verið er að rækta þessa tegund og verður hún því áberandi í borginni á komandi árum. Halda áfram að lesa