Elliðadalur fræðandi útivistarparadís borgarbúa.

Upplýsingaskilti um Elliðaárdal í heild.

Í Elliðaárdalnum hefur verið komið fyrir fallegum og gagnlegum fræðsluskiltum fyrir áhugafólk um fugla og ýmsar menningarminjar sem í dalnum finnast. Nýjasta skiltið er sérstaklega fyrir áhugafólk um fugla og er eitt staðsett við efstu trébrúnna fyrir neðan stíflu.  Bent er á bestu staði í dalnum til að skoða fugla og fleira fræðandi er varðar fuglalíf í dalnum. Þetta er verkefni sem var valið í íbúakosningum úr innsendum hugmyndum 2012 í betri hverfi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Í þetta verkefni var veitt ein milljón króna og var það sett upp í febrúar 2013.

Fjölbreytt fuglalíf í dalnum við efstu trébrúnna.

Mynd tekin í október 2011 ekkert skilti.

 

 

 

 

 

 

Sérstaklega flott upplýsingaskilti um fuglalífið í Elliðaárdalnum og áhugaverða staði til fuglaskoðunar.

Mörg fleiri skilti eru víðs vegar í dalnum, þau hafa þó mörg látið á sjá og spurning hvað sé best að gera til að koma í veg fyrir eyðileggingar af þessu tagi.  Ljóst er að skiltin verða að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að þrífa af þeim krot og fleira í þeim dúr, kannski er hagkvæmara að hafa glært plexigler yfir þeim sem er þá jafnvel ódýrara að skipta út ef ekki er hægt að þrífa óhreinindin burt.

Fuglalífið í dalnum er orðið illlæsilegt á þessu skilti.

Gróðurfarið í dalnum er einnig orðið illlæslegt.

Ísaldarminjar þarf einnig að þrífa upp ef hægt er.

Lífið í ánum var vel læsilegt 2011 og er vonandi enn.

 

Upplýsingaskilti um rafstöðina í dalnum.

Upplýsingaskilti um Þingnes.

 

 

 

 

Myndir úr einkasafni og sóttar á vef:  http://www.flickr.com/photos/kristny/6277972254/in/photostream/    http://www.flickr.com/photos/kristny/6277846144/lightbox/   http://www.flickr.com/photos/kristny/6159561307/in/photostream/  http://www.flickr.com/photos/kristny/6160434736/in/photostream/  http://www.flickr.com/photos/kristny/6160432432/in/photostream/