Sniðug hugmynd, þar sem gróðurbeðum má raða að vild og breyta til, aftur og aftur. Lágvöxnum gróðri er komið fyrir í hverjum kassa, þeir eru svo á hjólum þannig að auðvelt er að færa þá til og raða upp á mismunandi vegu. Ein tegund í einn tígullaga kassa sem svo mynda breiður af jarðlægum gróðri í ýmsum áferðum og mynstrum. Það eru hönnuðirnir Legge Lewis og Legge sem eiga heiðurinn af þessari hugmynd en þeir starfa í New York og Austin í Texas. Þetta verk þeirra var á alþjóðlegu garðhátíðinni í Toronto í september 2010. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gróðurkassar
Lífræn bygging í Japan
Í Osaka í Japan er lífræn bygging hönnuð af ítalanum Gaetano Pesce. Útveggir byggingarinnar eru með útstandandi „vösum“ þar sem komið er fyrir gróðri og því myndast nokkurs konar lóðréttur garður þar sem pláss fyrir gróður er takmarkaður í borginni. Fyrir hönnuðinum vakti að gera bygginguna að áberandi kennileiti í borginni og það tókst. Halda áfram að lesa
Salatið heima!
Heimaræktun þarf ekki að vera flókin og né taka mikið pláss, smá skjól fyrir kulda og vindi hjálpar og lengir ræktunartímann um nokkrar vikur jafnvel mánuði. Ef pláss er ekki mikið er gagnlegt að nýta það vel með því að velja grænmeti sem tekur ekki mikið pláss og vex hratt, eins og til dæmis salat af ýmsum gerðum. Klettasalat, Lollo rosso, Sinnepssalat, Landkarsa ofl. Margar salat tegundir má byrja að nota eftir nokkrar vikur sem smáblöð og það margborgar sig, því svo fer vöxturinn í fullan gang. Grænmetiskassi sem er 2-3 fermetrar getur vel dugað salatneyslu 5 manna fjölskyldu heilt sumar eða þar til fer að frysta, það er prýðileg búbót í því og svo er það alltaf ferskt! Halda áfram að lesa