Greinasafn fyrir merki: Húsaklæðning

Öðruvísi húsaklæðning.

Hver vill ekki hafa húsið sitt svona mjúkt og flaueliskennt?

Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið.   Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá  Weichlbauer Architects.  Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis. Halda áfram að lesa

Lífræn bygging í Japan

Lífræn bygging í Osaka í Japan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Osaka í Japan er lífræn bygging hönnuð af ítalanum Gaetano Pesce. Útveggir byggingarinnar eru með útstandandi „vösum“ þar sem komið er fyrir gróðri og því myndast nokkurs konar lóðréttur garður þar sem pláss fyrir gróður er takmarkaður í borginni. Fyrir hönnuðinum vakti að gera bygginguna að áberandi kennileiti í borginni og það tókst. Halda áfram að lesa

Lóðréttur garður í Vietnam

Græn bygging í Vietnam, lóðréttur garður skýlir fyrir sól, hávaða og mengun.

Á plásslitlu svæði á Saigon í Vietnam var hannað hús handa 30 ára gömlu pari og móður þeirra. Það er einungis 4 metrar á breidd en alveg 20 metra hátt.  Útveggir þess að framan og aftan eru grænir, lóðréttir garðar.  Þar fyrir innan eru gluggar/hurðar svo gott sé að sinna „garðverkunum“. Innveggir eru fáir sem engir og því er útsýnið óhindrað að gróðrinum hvaðan sem er úr húsinu. Halda áfram að lesa