Öðruvísi húsaklæðning.

Hver vill ekki hafa húsið sitt svona mjúkt og flaueliskennt?

Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið.   Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá  Weichlbauer Architects.  Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis.

Geitur í haga við húsjaðarinn.

Ruslatunnan er látin skera sig vel úr umhverfinu svona appelsínugul á litinn.

Hér sést flauelisáferðin vel í návígi, frumlegt er það og appelsínugula ruslatunnan er áberandi fönkí.

Hér má sjá tröppur á hlið, láréttar og lóðréttar, svífandi í lausu lofti, enda í lofti og gólfi, á meðan gluggar skaga út í loftið og ramma inn mismunandi landslag eftir því hvaðan horft er.

slóð: http://www.designhouseideas.com/category/garden