Sýnishorn

Nokkur dæmi um okkar lausnir og verkefni má sjá hér fyrir neðan en einnig er að finna myndir fyrir og eftir breytingar á ýmsum af okkar verkefnum. Smellið á hlekkina til að sjá greinarnar í heild sinni einbýlishúsagarður endurnýjaður, garður í Kópavogi.  Myndband af pallahönnun.   Einbýlishúsalóð,  fyrir og eftir breytingar, hér er svo öll greinin um garðinn hér fyrir neðan.

Timburpallur, upphækkuð blóma/runnabeð, plöntu- og efnisval.

Matjurtabeð geta líka verið til prýði.


Skjólveggur við götu þar sem ákveðið var að halda limgerði eins og hægt væri til að fá mildari ásýnd á skjólvegginn. Skjólveggur byggður sitthvoru megin við limgerðið, innan og utan við á víxl.

Skjólveggur, pallur, heitur pottur og garðkofi.

Plöntuskipulag í gróðurbeð:

Vinnuteikning, plöntubeð með runnum og fjölæringum.

Á teikningunum hér að neðan er hönnun eftir blómalitum og blómsturtíma. Þannig að eitt taki við af öðru svo sífellt er eitthvað um að vera í blómabeðinu.Grodurskipulag2

Grodurskipulag6

Dæmi um vinnuteikningar sem gott er að nota til að sýna verktökum hvað stendur til og auðvelda tilboðsgerð. Nú eða bara fyrir hvern þann sem verkið mun vinna. 

Gróðurskipulag í gróinn einkagarð:  Hér til hliðar er gróðurskipulag fyrir sama garð sýnd á annarri teikningu en til einföldunar eru málin ekki inn á þessari. Að sjálfsögðu er gróðurval í samráði við eiganda og smekk hans.

Gróðurskipulag og hönnun aðkomu við einbýlishús:  Gróðursvæði hannað með það fyrir augum að vera viðhaldslítið, fallegir blómstrandi runnar auka á fjölbreytileikann þannig að eitt taki við af öðru. Grjóthleðsla fær aukið líf með fjölbreytilegum runnum að stærð og gerð.

Grodurskipulag_adkoma

EinkagarðurEndurnýjaður með áherslu á betri nýtingu lóðar, dvalarsvæði og skjól, náttúrulegt holt er varðveitt í upprunalegri mynd. Endanleg útgáfa af skipulagi lóðar, smellið hér til að sjá myndir fyrir og eftir breytingar.Olafsg27grunnteikn

Einkagarður:  Oft er farið í gegnum nokkrar hugmyndir við hönnun lóðar. Á myndinni hér að neðan var heitur pottur hafður neðar en húsgrunnur en á efri myndinni var endað á að hafa pottinn á efsta palli þar sem auðveldara var að koma lögnum fyrir, einnig var horfið frá timburpöllum og efsti pallur flísalagður í staðinn. Timbur var haft áfram í kringum pottasvæði sem og í skjólveggjum ásamt gleri svo útsýnið fengi notið sín áfram, einnig var skjólveggjum fjölgað.

Ýmsar útfærslur skoðaðar í hugmyndavinnu við form palla og stalla.  Olafsg27riss3 Olafsg27riss2 Olafsg27riss1

 

Garðurinn í þrívídd: Sjáðu garðinn í þrívídd áður en byrjað er á framkvæmdum. 

 

GardurHadaland_breytingarV3GardurHadaland_breytingarA

Einnig geta þrívíddarmyndir verið gagnlegar til að skoða áhrif skjólveggja og gróðurs á skuggavarp í lóð. Myndin hér til hliðar sýnir skuggavarp sólar á hádegi í mai mánuði.

Það getur verið auðveldara að sjá fyrir sér útkomuna í þrívídd en af grunnteikningu einni saman.

Hægt er að máta sig við breytingarnar með því að „fara inn á svæðið“