Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2014

Nýjasta nýtt frisbígolfvöllur í Fossvogi

Frisbígolfvöllur í Fossvogi

Glöggir vegfarendur í Fossvogsdal hafa líklega tekið eftir nýjum búnaði sem dúkkað hefur upp síðustu daga, en það er frisbígolfvöllur með 9 körfum. Hér er á ferðinni sívaxandi íþrótt þar sem haldnar eru keppnir nokkrum sinnum yfir árið. Í byrjun september verður svo haldið Íslandsmót. Frisbígolfsamband Íslands var stofnað árið 2005 en sumarið 2000 var settur upp fyrsti 9 holu völlurinn á Úlfljótsvatni með heimasmíðuðum plasttunnum. Þeim var síðan skipt út fyrir alvöru körfur sem eru þar í dag. Í júlí 2003 var settur upp 9 holu völlur í Grafarvogi með alvöru körfum. Hann var síðar stækkaður í 18 holur. Þar er nú stærsti völlur landsins með mjög fjölbreyttum brautum.  Halda áfram að lesa