Greinasafn fyrir merki: Haustlitir

Síðastir með haustliti

Við skipulag á plöntum er oft reynt að ná góðri breidd í fjölbreytileika og hafa „eitthvað í gangi“ á öllum tímum sumars og jafnvel árs. Algengt er að blanda saman blómstrandi runnum og plöntum eftir blómgunartíma og litum þannig að eitt taki við af öðru. Það mætti kannski líka hugsa það sama út frá haustlitum plantna, hvenær þær byrja og enda haustliti sína. Það er nefnilega sérlega fallegt að sjá tré og runna sem enn standa eftir með lauf sín í áberandi haustlit þegar flest hafa misst laufin. Eins og þessi fallegi reynir sem skartaði sínu fegursta í nóvember löngu eftir að fyrsta haustlægðin gekk yfir.

Fjallareynir ´belmonte stendur lengst með haustliti sína.

Drekabroddur, Berberis amurensis var áberandi innan um vetrarbúning umhverfisins.

Drekabroddar voru áberandi í nóvember byrjun þegar aðrar tegundir voru búnar að fella laufin en þeir voru enn í sínum fegurstu haustlitum.

 

 

Mest áberandi tré haustsins

Reynir ´Dodong fær afar áberandi appelsínugula haustliti.

Í október skáru þessi tré sig mest úr í sínu umhverfi. Mjög falleg tré sem nutu sín til fulls. Þessar myndir voru teknar áður en fyrsta haustlægðin skók þau til.

Skinreynir, Sorbus ´Rehderiana fær afar áberandi fallega hárauðan haustlit.

Broddhlynur fær sérlega áberandi gula og appelsínugula haustliti.

Virginíuheggur ´Lúsifer fær mjög fallegan djúprauðan haustlit.

Kínareynir ´Sólon skartar þessum fallegu haustlitum jafnvel eftir fyrstu haustlægðina.

Þessi tré lífga upp á haustið.

Haustdýrð

Þegar fyrsta hressilega haustlægðin hefur síðan vaðið yfir landið fjúka flest haustlaufin af en þá stendur Sumareikin áberandi út úr vegna þess hve fallega græn laufin eru enn. Hún stendur laufguð mun lengur en flest lauffellandi tré.

Sumareikin heldur dökkgrænum og sterklegum laufum sínum langt fram á haustið.

 

Litadýrð haustsins

Reynitegundir bjóða upp á fjölbreytta haustliti

Við val á gróðri er gott að hafa í huga ýmis atriði eins og fjölbreytileika í haustlitum tegunda. Raða tegundum saman að þannig að sérkenni þeirra fái notið sín á mismunandi árstíðum. Haustin eru sérlega skemmtilegur tími skærra og fallegra lita í rauðu, gulu og appelsínugulum tónum sem gleðja augu okkar. Tegundir sem mynda áberandi haustliti njóta sín enn betur þegar þær eru umluktar grænum lit annarra tegunda í bakgrunni og það sama á við um purpurarauð blöðin á Virginíuheggnum. Þau verða þannig meira áberandi og skera sig úr nærliggjandi gróðri.

Tegund nýtur sín til fulls þegar hún sker sig úr nærliggjandi umhverfi.

Hélurifs er frábært til að þekja trjábeð og fær afar fallega haustliti.

Helstu tegundir sem fá fallega rauða haustliti eru t.d. : Bersarunni, Birkikvistur, Japanskvistur, Fjallarósablendingur, Gljámispill, Hélurifs og Kirtilrifs, Rósakirsi ´Ruby, Koparreynir, Skrautreynir, Úlfareynir, Sunnubroddur, Sveighyrnir og Þyrnirós ´Lovísa.

Helstu tegundir sem fá fallega gula haustliti eru t.d. : Flestar víðitegundir, kvistir og toppar, Alaskavíðir og Alaskaösp, Bersarunni, Bergreynir, Fjallarifs og birki, Birkikvistur, Bjarmarós, Blárifs, Blátoppur, Blöndustikill, Brekkuvíðir, Brúðurós, Dúntoppur, Fagursýrena, Fjallarós og blendingur, Fjallatoppur, Garðagullregn, Garðakvistill, Gljásýrena, Glótoppur, Glæsitoppur, Gráreynir, Gultoppur, Heggur, Hlíðaramall, Ígulrós, Japanskvistur ´Golden princess, Jörfavíðir, Körfuvíðir, Klukkutoppur, Mánakvistur, Loðvíðir, Myrtuvíðir, Perlukvistur, Rauðtoppur, Reyniblaðka, Runnamura, Selja, Silfurreynir, Síberíukvistur, Snjóber, Snækóróna, Sólber, Sunnukvistur og Surtartoppur.

Heimildir: http://k-sql.lbhi.is/yg/Utlit.aspx

Annar pistill á síðunni sem fjallar líka um haustliti.

 

Langfyrstur með haustliti

Koparreynir í limgerði

Koparreynirinn hér tekur sig vel út þakinn hvítum berjum.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli. Halda áfram að lesa