Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2013

Yndisgarðar til yndis og gagns.

Yndisgarður í Fossvogi, huggulegasti skrúðgarður.

Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.

Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning. Halda áfram að lesa

Samkeppni um áningarstað á Laugarvatni.

Tillögur í samkeppni um áningarstað í þjóðskógum ríkisins kynntar í húsakynnum Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn þann 5. júní.

Markmið samkeppninnar var að fá tillögur að áhugaverðum áningarstað í Þjóðskóginum á Laugarvatni, sem jafnframt gæti orðið kennileiti fyrir þjóðskóga Skógræktar ríkisins víða um land. Áningarstaðurinn á að vera aðgengilegur öllum, gera heimsóknir í skóga þægilega og áhugaverða upplifun og vera í góðri tengingu við umhverfi skóganna, gönguleiðir, skógarstíga og leiksvæði. Einnig á hann að vera gerður af hugkvæmni úr innlendum trjáviði, hagkvæmur í uppsetningu og viðhaldi. Verkefnið hlaut fjárhagsstuðning frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Halda áfram að lesa

Vandræða borgarrými breytt í iðandi mannlíf

Afgangsrými í New York breytt í iðandi mannlíf.

Í Brooklyn, New York á svæði þar sem var að finna slæm gatnamót illa fær gangandi fólki vildi hópur fólks breytingu á. Nokkrir búðareigendur og borgarstarfsmenn hverfisins tóku sig til og lokuðu litlum götubút til að koma fyrir trjám í kerjum, stólum og borðum þar sem áður var bílastæðakös.

Staðurinn varð fljótlega iðandi af mannlífi sem leiddi til þess að neikvæð starfsemi sem hafði þrifist þar áður eins og eiturlyfjasala, vændi og fleira lagðist af.  Þannig leystist það vandamál af stjálfu sér og glæpir lögðust af á svæðinu því það varð mun betur mannað og vaktað vegna þessa huggulega torgs.

Einföld lausn.