Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2014
Nýsköpunarverðlaun námsmanna
Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag 🙂 Virkilega flott verkefni!
Í síðustu grein okkar „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku. Halda áfram að lesa
Ísland á kort EuroVelo.
Síðasta sumar var unnið að því að vega og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins með það að markmiði að koma einni leið á Íslandi inn á þeirra kort. EuroVelo heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Í dag eru 14 leiðir skráðar hjá þeim. Verkefnið er nýsköpunarverkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna og EFLU verkfræðistofu og unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur. Ferðamálastofa hefur tekið að sér að fóstra verkefnið og hefur hún ásamt Landssamtökum hjólreiðamanna og öðrum hagsmunaaðilum sent umsókn til EuroVelo fyrir Íslands hönd, þar sem gögn nýsköpunarverkefnisins eru nýtt. Halda áfram að lesa