Lýsing framan á tröppum vísar vel leiðina að aðalinngangi hússins.
Lýsing aðkomu gerir mikið fyrir húsið og garð þess þegar rökkva tekur og á Íslandi er hún nauðsynleg meiri part ársins. Með lýsingu er hægt að sýna augljóslega hvar aðalinngangurinn í húsið er.
Vel upplýst aðkoma býður gesti velkomna um leið og hún er nauðsynleg póstburðarfólkinu.
Falleg og stílhrein aðkoma undir japönskum áhrifum með einföldu gróðurvali, skýr skil á milli efna og lita.
Hér er lýsingu beint upp vegg sem varðar leiðina að aðalinngangi hússins sem passar vel við stórbrotinn stíl hússins.
Lýsingu er varpað eftir gangstígnum, stórar stiklurnar koma vel út með lágum uppreistum kösturunum.
Hér er notast við lýsingu sem gengur fyrir sólarljósi, það getur komið sér vel þar sem erfitt er að leggja rafmagn.
Fallegar gamaldags luktir passa vel við gamaldags stíl gangstéttar og húss.
Heimildir: https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/