Greinasafn fyrir merki: Umhverfi

Öðruvísi húsaklæðning.

Hver vill ekki hafa húsið sitt svona mjúkt og flaueliskennt?

Í Austurríki má finna þetta hús sem hefur verið klætt með gervigrasi í stíl við iðagræn túnin í kring. Nóg er af skotum og mishæðum, viðbótargluggar og tilgangslausar tröppur mynda ævintýralegt sögusvið.   Hönnuðirnir eru Reinhold Weichlbauer og Josef Albert Ortis hjá  Weichlbauer Architects.  Í þessu einbýlishúsi. eru sameinaðir þættir arkítektúrs og umhverfis. Halda áfram að lesa

Glænýr hjólastígur frá Mosfellsbæ niður í Grafarvog

Vel heppnaður hjólastígur, hannaður af Landmótun, fellur vel að landslaginu og leiðir vegfarandann í gegnum fallegt skógræktarsvæði fjarri bílaumferð.

Um er að ræða malbikaðan og upplýstan hjólastíg, þar sem vel hefur tekist til í samstarfi tveggja sveitarfélaga.  Þetta er samgöngustígur sem tengir núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við stígakerfi í  Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna batna til muna og  leiðin milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar styttist töluvert. Nýi hjóla- og göngustígurinn liggur sunnan og austan Vesturlandsvegar frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ, gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga við Hamrahlíð, og tengist nýju stígakerfi Reykjavíkur við Bauhaus. Halda áfram að lesa