Greinasafn fyrir merki: Skjól

Landmótun í einkagörðum

Áhugavert er að sjá hvað hægt er að forma land sitt á mismunandi vegu og með mismunandi aðferðum, hér er stiklað á nokkrum þeirra. Hugmyndaflug er allt sem þarf.

Grashólar bjóða upp á notalega litla lundi betur en slétt grasflöt og eru áhugaverðir á að líta.
Hér er mynduð upphækkuð grasflöt með járnkanti, stílhreint og flott.
Garður mótaður í lífræn form í þrívídd.
Landmótun með stórum viðardrumbum falla vel að grasbrekkunni.
Hér er mynduð slétt flöt með bekkjum en hlaðinn veggurinn getur einnig myndað skjól, þetta má útfæra víða.
Svipuð hugmynd útfærð á sléttri flöt þar sem grasflái er formaður í kringum setskjólsvæðið sem er afmarkað með trjádrumbum. Þessa hugmynd má útfæra á marga vegu með einfaldari hætti.
Einnig má nýta svona grasfláa víða í görðum til að afmarka svæði og veita skjól.

Heimildir: Myndir sóttar á https://www.pinterest.com/pin

Lóðamörk við götu, ýmsar útfærslur

Viltu skýla garðinum frá veginum? Það er hægt að gera á margan hátt, hér að neðan eru mismunandi útfærslur.

Skjólveggir og gróður á víxl mynda góða lokun.

Flekar úr timbri með blönduðum gróðri fyrir framan sem hylur skjólvegginn nokkuð og milli fleka er plantað sígrænu greni sem lokar allan ársins hring, mjög fjölbreytt.

Gróður með skjólvegg fyrir hluta garðs en annar hluti hans nokkuð opinn. Fjölbreytileiki í gróðri áberandi.

Limgerði úr greni er sígrænt og lokar vel allt árið um kring.

Timburskjólveggur eingöngu myndar góða heildarlokun.

Skjól er eftirsótt

Skjól í íslenskri náttúru er oft að finna í brekkum hlémegin fjalla.

Skjól skiptir miklu máli fyrir okkur hér á landi. Á höfuðborgarsvæðinu er oft norðan vindur þegar sólin skín og hann er oftar en ekki kaldur. Því viljum við flest leitast við að hafa skjólgóða og sólríka staði í görðum okkar sem og í almenningsgörðum.

Skjól er hægt að mynda með ýmsum hætti. Skjólveggjum, smíðuðum eða hlöðnum. Hæðum, hólum eða lautum, þ.e. mótun landslags eða með gróðri. Hvaða efniviður er valinn fer eftir aðstæðum hverju sinni, landslag og gróður þarf meira pláss en til dæmis timburskjólveggur.

Áningastaður með skjólveggjum, pöllum og setaðstöðu getur verið notaleg nestisaðstaða á berangri.

Á þessum áningarstað hefur verið ákveðið að byggja timburskjólveggi og palla sem nýtast til að borða nestið sitt eða bara til að sitja og njóta útsýnisins. Timbur þornar til dæmis fyrr en gras og jarðvegur og því ef til vill nýtanlegra í lengri tíma yfir árið. Til að minnka viðhald er notast við lerki og þegar það gránar náttúrulega fellur það meira inn í umhverfið.

Hafa má í huga að gróður hægir meira á vindi heldur en sléttir lokaðir fletir sem eiga það oft til að magna hann upp, svo þarf líka að huga að því hvort skjólið á aðeins að haldast yfir sumartímann með laufguðum gróðri eða allt árið með sígrænum plöntum. Þegar notast á við gróður þarf meiri þolinmæði og tíma til að ná upp vexti og því skjóli sem stefnt er að, en á móti kemur að viðhald er oft minna og gróðursetning fljótlegri en með uppsetning á varanlegri skjólveggjum. Tímalengd fer eftir því hvaða plöntur eru valdar því vaxtahraði þeirra er mjög mismunandi. Víðiplöntur vaxa hraðast en endast kannski skemur og grenið er mjög hægvaxta en lokar hins vegar vel allt árið.

Skjólveggir lagðir á víxl við gróður sem mildar áhrif slétta veggjarins. Einnig dregur gróðurinn betur úr hraða vindsins.

Á móti kemur að með gróðri er oft hægt að ná betri lokun þar sem hann nær hæglega meiri hæð en ná má með skjólveggjum og áhrif gróðurs er mun mildari en sléttra veggja. Þá er kjörið að nota bæði í bland eins og gert hefur verið hér.

Nauðsynlegt er að hafa í huga við staðsetningu skjólveggja að þeir magni ekki upp vind úr ríkjandi vindátt sem gæti leitt til vindsveipa eða að vindurinn steypi sér niður þar sem skjólið átti að myndast. Einnig þarf að taka mið af hafgolu sem gætir oft um miðjan daginn á sólardögum.

 

Í okkar íslensku náttúru eru hæðir, brekkur, gjótur og lautir oft skjólsælustu staðirnir sem við leitum í á vindasömum stöðum.

Skjólsælasti hluti garðsins er oftast lægsti punktur hans og hann má móta til að líkja eftir náttúrulegum lautum.

Það er því kjörið að líkja eftir þessum aðstæðum í okkar nærumhverfi til að skapa gott skjól. Einnig má nota sömu aðferð til að mynda skjól og flýta fyrir vexti gróðurs.

Það er gömul hefð fyrir því að gera skeifu úr jarðvegi til að mynda skjól. Þetta er áberandi við marga af eldri sumarhúsum landsmanna. Þá hefur jarðvegi verið rutt upp í 1-2 m háan ílangan, skeifulaga grasþakinn hól en slíkir hólar eru oft nefndir manir. Hóllinn er þannig í laginu að þægilegt er að leggjast í grasbrekkuna í innanverðri skeifunni.

Algengast er að þessar skeifur snúi mót suðri eða suðvestri þannig að sólin skíni vel á þær en veiti jafnframt skjól fyrir öllum norðlægum áttum. Til þess að auka skjólið jafnvel enn meira er hægt að lækka svæðið skjólmegin manarinnar og útbúa þannig laut.

Hér hefur verið hlaðinn grjótveggur öðru megin en tyrfð brekka látin tengjast grasflötinni hinu megin.

 

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa

Garðurinn skipulagður

Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna, grasflötin góða.

Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram í garðræktun.

Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?

Stór pallur til að taka á móti stórfjölskyldunni í garðveislu og pottapartý.

Stóran pall fyrir stór matarboð í garðveislu og pottapartý, eða viljum við hafa rýmin minni?

Hér er ró og næði og gott skjól.

Hér er ró og næði og gott skjól.

 

 

 

Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til?  Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur?  Viljum við heitan pott?

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

 

 

 

 

 

 

 

Viljum við hafa möguleika á heimaræktun?  Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna.  Í sér beðum, pottum eða kerjum.

Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.