Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2018

Lýsing við aðkomu húsa

Lýsing framan á tröppum vísar vel leiðina að aðalinngangi hússins.

Lýsing aðkomu gerir mikið fyrir húsið og garð þess þegar rökkva tekur og á Íslandi er hún nauðsynleg meiri part ársins. Með lýsingu er hægt að sýna augljóslega hvar aðalinngangurinn í húsið er.

Vel upplýst aðkoma býður gesti velkomna um leið og hún er nauðsynleg póstburðarfólkinu.

Falleg og stílhrein aðkoma undir japönskum áhrifum með einföldu gróðurvali, skýr skil á milli efna og lita.

 

 

 

 

 

 

Hér er lýsingu beint upp vegg sem varðar leiðina að aðalinngangi hússins sem passar vel við stórbrotinn stíl hússins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsingu er varpað eftir gangstígnum, stórar stiklurnar koma vel út  með lágum uppreistum kösturunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er notast við lýsingu sem gengur fyrir sólarljósi, það getur komið sér vel þar sem erfitt er að leggja rafmagn.

Fallegar gamaldags luktir passa vel við gamaldags stíl gangstéttar og húss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/

 

Aðkoma skiptir máli

 

Hlýleg aðkoma með náttúruhellum og áberandi lituðum blómum styrkja stíl hússins.

Nauðsynlegt er að skoða samspil húss og aðkomu frá götu sjónarhorni, vilji maður að hús og garður njóti sín sem best, jafnt þeim sem leið eiga framhjá og íbúum. Skipuleggðu framgarðinn þinn svo hann nýtist þér sem best, á hann bara að vera augnayndi eða hvaða not viltu hafa af honum? Allt fer þetta auðvitað eftir stærð hans og legu.  Það getur farið vel á því að nota áhugaverðan og litríkan efnivið framan við húsið.

Stílhrein aðkoma á vel við þetta hús.

Gerið aðalinnganginn skýran og augljósan svo aðkomufólk þurfi ekki að velta því fyrir sér hvaða inngang eigi að nota.

Efnisval er mikilvægt og hér er leitast við að hafa beinar og skýrar línur á milli ólíkra efna. Fáir, einfaldir hlutir og hver plöntur í röðum eftir tegund.

 

Hvert efni er vel afmarkað með járnkanti sem hindrar að efnið færist til.

 

Lágmarksbreidd gönguleiðar er 1 metri. Varist stefnulausa og óþarfa boga í gönguleiðum.

 

 

 

 

Gras á milli stikla gerir þær meira áberandi.

Stórir flekar með gras á milli, myndar skemmtilegt lita samspil.

 

 

 

 

 

 

Varist að planta limgerði of nálægt göngustíg, gott er að hafa lággróður næst honum þá myndast betra pláss t.d. til að sveifla örmum á gangi, bera innkaupapokana að húsi sem og stóra hluti í flutningum.

Gróðurinn hér er frekar villtur í takt við villt umhverfi hússins, skrautstrá og liljur.

Sum staðar passar vel að hafa plöntuvalið hið sama  og er í kringum húsið.

 

 

 

 

 

 

 

Forðist að hafa margar tegundir plantna. Myndið frekar litla hópa af færri tegundum. Varist að planta trjám af handahófi. Mikilvægt er að hugsa fyrst um staðsetningu stórra trjáa og síðan annan gróður í kring.

 

Heimildir og myndir:  https://www.pinterest.com/pin/224405993905763441/,  https://homedesignlover.com/landscape-designs