Ráðgjöf

Boðið er upp á ráðgjöf í umhverfisskipulagi. Hönnun á einkagörðum, sumarbústaðalóðum, fjölbýlishúsagörðum, áningarsvæðum og almennings svæðum.

Pakki 1 – Einkagarður, ráðgjöf

Ráðgjöf á staðnum þar sem farið yfir ýmislegt eins og stærð, lögun og staðsetningu palla, potta og beða. Ráðgjöf um gróðurval ofl. sem eigandi óskar. Verð samsvarar tveggja klst vinnu.

Pakki 2 – Einkagarður, tillögur og hönnun

Tillögur og hugmyndir bornar undir eigendur útfrá þarfagreiningu. Í samráði við eigendur eru hugmyndir útfærðar til lokateikninga. 

Pakki 3 – Vinnuteikning

Málsett grunnteikning lóðar sem nýtist til að leita tilboða í verkið. Dæmi um teikningu: 

Verð fer eftir umfangi verkefnis, fjölda funda, umfangi breytinga, mælingavinnu og því hversu nákvæmra teikninga er óskað. Það er misjafnt hversu nákvæm mál eru til á teikningum í teikningaskrám sveitarfélaga, stundum þarf að mæla lóð upp frá grunni.

Pakki 4 – Þrívíddarmyndir

Þrívíddarmyndir, oft getur það sparað kostnað að sjá breytingar í þrívídd áður en lokaútkomu er náð. Þessi liður gagnast oft í pakka 2 við hönnun og útfærslu hugmynda. Einnig getur þetta form gagnast vel til að sjá skuggavarp af skjólveggjum, húsi, gróðri og fleiru.

Hér sést hvernig hæð skjólveggja og landslag garðsins virkar þegar setið er í heita pottinum.

Pakki 5 – Gróðurskipulag

Gróðurskipulag og plöntuval, hvort sem er fyrir einstakt beð eða heilan garð, þá getur verið gott að fá uppteiknað nákvæmt skipulag eða tillögur fyrir þá sem finnst þar úr vöndu að ráða enda tegundir nánast óteljandi. Hugað er að hverju er stefnt svo sem fjölbreytileika, blómsturtíma, litavali, skjóli, viðhaldslítlum gróðri ofl. Hægt er að fá nákvæma gróðurteikningu í líkingu við þessa:

Með gróðurskipulagi fylgir nákvæmur plöntulisti og magntölur ef óskað er.

Pakki 6 – Plöntulisti

Hægt að fá plöntulista með ítarlegum skýringum á eiginleikum hverrar tegundar eftir notagildi ofl. Þetta gagnast þeim sem vantar tilsögn og ráð við val á gróðri. Upplagt fyrir þá sem vantar smá tilsögn en langar að spreyta sig sjálfir við gróðurskipulagið.