Ráðgjöf

Boðið er upp á ráðgjöf í umhverfisskipulagi, val á plöntum, hönnun á pöllum, grænum svæðum og umhverfi húsa og fleira því tengdu.

Ráðgjöfin felst jafnan í vettvangsskoðun og viðtali til að kanna þarfir, hugmyndir og óskir viðskiptavina. Því næst eru unnar tillögur að útfærslum og þær kynntar. Sé þess óskað er lokið við grunnmyndir og jafnvel nánari teikningar sem geta meðal annars nýst við öflun tilboða hjá verktökum.

Ráðgjöfin getur því verið í formi viðtals á staðnum eða ítarlegra teikninga allt eftir óskum viðskiptavinar.