Greinasafn fyrir merki: Limgerði

Lóðamörk við götu, ýmsar útfærslur

Viltu skýla garðinum frá veginum? Það er hægt að gera á margan hátt, hér að neðan eru mismunandi útfærslur.

Skjólveggir og gróður á víxl mynda góða lokun.

Flekar úr timbri með blönduðum gróðri fyrir framan sem hylur skjólvegginn nokkuð og milli fleka er plantað sígrænu greni sem lokar allan ársins hring, mjög fjölbreytt.

Gróður með skjólvegg fyrir hluta garðs en annar hluti hans nokkuð opinn. Fjölbreytileiki í gróðri áberandi.

Limgerði úr greni er sígrænt og lokar vel allt árið um kring.

Timburskjólveggur eingöngu myndar góða heildarlokun.

Koparreynir í limgerði

Koparreynirinn hér tekur sig vel út þakinn hvítum berjum.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli. Halda áfram að lesa