Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2024

Stólpa eða stauragirðing

Parque Tony Gallardo – inngangurinn í garðinn

Inngangurinn í garðinn

Á Kanarí er að finna girðingu umhverfis garðinn „Parque Tony Gallardo“ sem er áhugaverð því hún samanstendur af steyptum stólpum allan hringinn. Þeir eru með viðarmynstri. Stólparnir eða staurarnir eru eru breiðari á einni veginn og með því að snúa þeim mismunandi fæst skemmtileg hreyfing á röð þeirra. Þeir eru rúmlega tveir metrar á hæð.

Hér má sjá hvernig mynstur fæst á girðinguna með því að einfaldlega að snúa breidd staurunum mismunandi.

Hér sést vel viðarmynstrið á steypunni og einnig hvernig breiðar hluti stauranna vísar stundum út og stundum á hlið.

Á einum stað er glergluggi inn á milli í girðingunni og þar sést vel hve breiður breiðari hluti stauranna er en þar hefur einnig verið komið fyrir sæti til að tilla sér á.

Við ströndina á San Augustin er að finna þessa skemmtilegu girðingu úr stauratimbri. Þar er einnig sama aðferð notuð. Þannig er hver staur stakur steyptur niður og snúið mismunandi þar sem önnur hliðin er breiðari en hin.

Hér sést vel hversu skemmtileg hreyfing fæst á girðingu af þessu tagi.