Greinasafn fyrir merki: Skjólveggur

Stólpa eða stauragirðing

Parque Tony Gallardo – inngangurinn í garðinn

Inngangurinn í garðinn

Á Kanarí er að finna girðingu umhverfis garðinn „Parque Tony Gallardo“ sem er áhugaverð því hún samanstendur af steyptum stólpum allan hringinn. Þeir eru með viðarmynstri. Stólparnir eða staurarnir eru eru breiðari á einni veginn og með því að snúa þeim mismunandi fæst skemmtileg hreyfing á röð þeirra. Þeir eru rúmlega tveir metrar á hæð.

Hér má sjá hvernig mynstur fæst á girðinguna með því að einfaldlega að snúa breidd staurunum mismunandi.

Hér sést vel viðarmynstrið á steypunni og einnig hvernig breiðar hluti stauranna vísar stundum út og stundum á hlið.

Á einum stað er glergluggi inn á milli í girðingunni og þar sést vel hve breiður breiðari hluti stauranna er en þar hefur einnig verið komið fyrir sæti til að tilla sér á.

Við ströndina á San Augustin er að finna þessa skemmtilegu girðingu úr stauratimbri. Þar er einnig sama aðferð notuð. Þannig er hver staur stakur steyptur niður og snúið mismunandi þar sem önnur hliðin er breiðari en hin.

Hér sést vel hversu skemmtileg hreyfing fæst á girðingu af þessu tagi.

Viðtal í garðablaði Morgunblaðsins

þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.

Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.

Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.

@jaxhandverk útihúsgögn

Sauna eða þurrgufa í garðinn?

Saunu hefur verið bætt við núverandi pottasvæði og nýtist því einnig sem skjólveggur.

Ef sauna er eitthvað fyrir þig og þú ert með ónotað horn eða svæði í garðinum gæti verið upplagt að nýta það undir saunukofa/hýsi. Þau er hægt fá eða smíða í alls kyns formum og útfærslum. Þetta hér að ofan er t.d. teiknað og bætt við núverandi pottasvæði. Þá er það útfært í sömu efnum og notuð eru víðs vegar í garðinum og það útfært í sama form og best passar húsi og nágrenni. Þannig er jafnvel hægt að láta það falla inn í umhverfið svo það verði lítið áberandi sé það ætlunin. Jafnvel má nýta hluta þess sem skjólvegg eða bæta því við núverandi skjólveggi. Sé pottasvæði nú þegar fyrir í garðinum gæti verið heppilegt að bæta saunu við það.

Þá er skynsamlegt að skoða vel hvar sauna er heppilegust í skipulagi garðsins og hanna það áður en að framkvæmd kemur. Oft þarf einnig að huga að undirstöðum og undirlagi fyrir þær. Best er að hafa aðgang að köldu vatni nærri og svo er rafmagn nauðsynlegt. Stærðir geta verið allt frá 3 fermetrum upp í 7 eða 8, algengast er þó í kringum 5 m2. Ekki þarf sérstakt leyfi fyrir því sé það innan við 15 m2 að stærð og staðsett a.m.k. 3 metra frá húsi og lóðamörkum.

þessar saunatunnur fást hjá Sauna.is

Hægt er að fá tilbúnar saunur af ýmsum gerðum eins og tunnur eða nútímalegar með glerveggjum, allt eftir því hvað passar best. Helstu söluaðilar hér á landi eru:

  • Sauna, Sauna.is á Smiðjuvegi í Kópavogi
  • Trefjar í Hafnarfirði
  • Funi og Blikkás einnig á Smiðjuvegi í Kópavogi
  • Laugin einnig á Smiðjuvegi í Kópavogi

Hjá Sauna má t.d. sjá þessar útfærslur:

Pure cube eða kubbur eins og Sauna.is kallar þessa nútímalegri gerðina.
Eða Luna eins og þessi gerð er kölluð hjá Sauna.is

Trefjar í Hafnarfirði selja tilbúna saunuklefa/kofa eða hýsi eins og þessa:

Lúxus gufa eins og þessu fæst hjá Trefjum.
Þessi er notaleg innandyra.
Hjá Trefjum fæst einnig þessi gerð af garðagufu.

Þessa nútímalegu gerð selja Funi/Blikkás en þeir eru einnig með hefðbundnar saunatunnur.

Gufubað eða sauna cube eins og Blikkás/Funi kallar þessa gerð.
Ein af tegundunum sem Laugin býður upp á Country.

Bætt heilsa með saunuböðum

Dr. Rhonda Patrick

Finnar hafa í óralengi notað saunu sér til heilsubótar og kannski skýrir þetta viðtal við Dr. Rhonda að einhverju leiti áhuga þeirra og fólks á notkun þeirra til aukinnar vellíðunar og betri heilsu. Fyrir þá sem hafa áhuga þá kemur þar fram að því oftar sem gufubað er stundað því meira minnkar það líkur á ýmsum hjartasjúkdómum, alzheimer og fleirum, töfratalan virðist vera fjórum sinnum á viku í allt að 20 mín í senn. Það lækkar til dæmis blóðþrýsting og getur fækkað dauðsföllum af alls kyns orsökum um allt að 40% hjá þeim sem nota saunu fjórum sinnum og oftar í viku. Þó saunaböð séu yfirleitt álitin góð leið til slökunar og endurnæringar þá kemur einnig í ljós að þau veita líkamanum svipaðan ávinning og af meðal líkamrækt eins og aukinn hjartsláttur og sviti sýnir.

Hér eru því komnar enn fleiri ástæður til að nýta sér þetta form til betri heilsu.

Rannsóknir hafa sýnt að saunabað stundað 4-7 sinnum á viku, virðist fækka dauðsföllum vegna hjartaáfalla um 63%.

Nýr garður frá grunni

Aðkoma og aðgengi upp á efri lóð

Þessi garður var ómótaður þegar skipulag og teiknivinna hófst að lokinni þarfagreiningu. Hér verður farið yfir útkomuna sem við óskum eigendum innilega til hamingju með og greinilegt að verkið hefur verið unnið af fagfólki frá a-ö enda mjög vel tekist að fylgja hugmynd að veruleika. Einnig þökkum við kærlega fyrir að fá að sýna hér þennan fallega garð.

Aðgengi að efri lóð – hugmynd í þrívíddarteikningu
Hugmynd að aðkomu lóðar
Austurlóð – aðkoma, garðkofi og sorpgeymsla
Vesturlóð – aðgengi frá efri lóð niður að bílaplani og aðkomu
Komið upp á suðurlóð
Suðurlóð

Á suðurlóð er timburpallur fyrir grill og góða borðaðstöðu ásamt heitum og köldum potti. Kringum pottasvæði er góður skjólveggur með fallegri lýsingu og þrepin eru einnig upplýst. Grasflöt er í kringum pallasvæði og er hún afmörkuð með hellum sem er bæði til prýði og nýtast einnig sem þrifkantur fyrir grassláttinn. Grjóthleðslan er svo upplýst að hluta sem bæði dregur athygli frá húsum í kring og undirstrikar náttúrulega fegurð hleðslunnar.

Grasflöt og grjóthleðsla fallega afmörkuð með hellurönd
Austurlóð – lyngtorf klæðir garðkofaþak
Horft til suðvesturs
Suðurlóð – hugmynd í þrívíddarteikningu
Grunnteikning

Hér fyrir neðan má sjá myndir þegar byrjað var að hanna garðinn og umhverfi hússins frá upphafi verks að verki í mótun.

Verk hafið – febrúar 2021
Garður ómótaður – vor 2020
Tilvonandi garður í suður
Garður austur – aðkoma og aðgengi á efri lóð

Heimsókn í nýlega endurhannaðan garð

Smellið á myndina til að sjá myndbandið.

Viðskiptavinur okkar sendi okkur þetta skemmtilega myndband af garðinum eftir framkvæmdirnar og þökkum við kærlega fyrir það, virkilega gaman að sjá afraksturinn og óskum honum og fjölskyldunni til hamingju með flottan garð og vel unnið verk.

Fjölskyldan vildi gjarnan fá betri nýtingu út úr garðinum og ákveðið var að setja skjólvegg allan hringinn til að fá meira næði og einnig svo fótboltaleikir barnanna haldist innan lóðar. Skyggni milli veggja í skoti nýtist svo betur sem dvalarsvæði en þar mun einnig verða útgengt í garðinn úr baðherbergi svo ákveðið var að sleppa útisturtunni.

Garðurinn fyrir breytingar, nú er kominn einn heldarsvipur á skjólveggi garðsins og mismunandi veggir nágranna ekki lengur sýnilegir
Sameiginlegar tröppur með nágrannalóð hefur nú verið lokað af með hliði og þar sem markið er nú er kominn heitur pottur. Með þessum breytingum fæst meira næði og betri dvalarsvæði í garðinum.
Hér má sjá tvær af þeim þrívíddarteikningum sem gerðar voru við hönnun garðsins.

Einbýlishúsagarður endurnýjaður

Eigendur þessarar lóðar veittu góðfúslegt leyfi til þessarar birtingar og þökkum við kærlega fyrir það 🙂

Í nóvember 2018 fyrir tveimur árum óskuðu nýir eigendur eftir nýju skipulagi fyrir garðinn sinn, í ljós kom að ýmsum trjám og runnum mátti halda en taka önnur og bætt var við dvalarsvæðum og gróðurhúsi ásamt því að ná fram betra skjóli. Hér má sjá garðinn fyrir og eftir breytingar sem urðu nánast eins og upphaflega var lagt af stað með. Reynt var að halda í og vinna með það sem fyrir var eftir bestu getu og sýna nýjar myndir garðinn nú í sumar 2020 og er hann orðinn sannkallaður listigarður, ekki síst fyrir tilstilli eljusemi eigenda.

Aðkoma fyrir breytingar
Aðkoma eftir breytingar – sorptunnur færðar fjær að bílastæði, hlaðinn veggur endurnýjaður ásamt gróðri.
Aðalaðkoma í garðinn fyrir breytingar.
Eftir breytingar – þrep stækkuð og gróðurbeð grisjað og minnkað og steinhlaðið.
Fyrir breytingar neðan við hús.
Eftir breytingar – sorpgeymslu komið fyrir hjá aukabílastæði og aðkoma að kjallara og neðan lóðar lagfærð, ásamt skjólvegg fyrir betra næði innan lóðar.
Fyrir breytingar á neðri hluta lóðar
Eftir breytingar – neðri hluti lóðar afmarkaður frá efri lóð með hlöðnum vegg og skjólvegg til að útbúa gott dvalarsvæði á miðri lóð við gróðurhús.
Einnig er gengt upp á efri lóð þessa leið með tröppum fyrir enda skjólveggjar.
Fyrir breytingar – steinhlaðnar tröppur fá að halda sér ásamt hlöðnu beði hægra megin
Efri lóð eftir breytingar sama svæði – gott dvalarsvæði, gamlar steinhleðslur fá að halda sér sem mynda tröppur upp á efri lóð ásamt hleðslu við gróðurbeð.
Hlaðið gróðurbeð milli dvalarsvæða
Fyrir breytingar – aðkoma að litlu dvalarsvæði sem týnst hafði í vanrækslu fær endurnýjun lífdaga
Eftir breytingar hellulagður stígur inn að litla dvalarsvæðinu, með því að taka runna kringum steinhleðsluna innst nýtur sólar betur á dvalarsvæðinu.
Eftir breytingar gamla steinhleðslan heldur sér en hreinsuð og lagfærð og útbúið þetta notalega dvalarsvæði með hellulögn í miðju, einnig er gengt niður á þetta litla svæði frá efri lóð eftir gömlum steinhlöðnum þrepum.
Sjónarhorn að stærra dvalarsvæði frá því litla með aðgengi eftir gömlu steinþrepunum.
Fyrir breytingar sama grenitré lengst til vinstri, ösp er fjarlægð ásamt nokkrum runnum en Sýrenur fá að halda sér.
Horft yfir sama svæði eftir breytingar – dvalarsvæðin tvö á miðju lóðar
Sama sjónarhorn fyrir og eftir breytingar – grasflöt sléttuð og rýmkuð. Runnum fækkað og sýrenur njóta sín betur.
Fyrir breytingar horft að götu.
Eftir breytingar – trjám fækkað og beð við götu minnkað. sem og við hús.
Fyrir breytingar – steinhleðsla við litla dvalarsvæðið
Eftir breytingar – litla dvalarsvæðið hellulagt, hreinsuð steinhleðslan með ýmsum fjölæringum og gróður fjarlægður fyrir ofan hleðsluna framan við limgerði en möl og stiklum komið fyrir til að bæta aðgengi um garðinn.

Skjól er eftirsótt

Skjól í íslenskri náttúru er oft að finna í brekkum hlémegin fjalla.

Skjól skiptir miklu máli fyrir okkur hér á landi. Á höfuðborgarsvæðinu er oft norðan vindur þegar sólin skín og hann er oftar en ekki kaldur. Því viljum við flest leitast við að hafa skjólgóða og sólríka staði í görðum okkar sem og í almenningsgörðum.

Skjól er hægt að mynda með ýmsum hætti. Skjólveggjum, smíðuðum eða hlöðnum. Hæðum, hólum eða lautum, þ.e. mótun landslags eða með gróðri. Hvaða efniviður er valinn fer eftir aðstæðum hverju sinni, landslag og gróður þarf meira pláss en til dæmis timburskjólveggur.

Áningastaður með skjólveggjum, pöllum og setaðstöðu getur verið notaleg nestisaðstaða á berangri.

Á þessum áningarstað hefur verið ákveðið að byggja timburskjólveggi og palla sem nýtast til að borða nestið sitt eða bara til að sitja og njóta útsýnisins. Timbur þornar til dæmis fyrr en gras og jarðvegur og því ef til vill nýtanlegra í lengri tíma yfir árið. Til að minnka viðhald er notast við lerki og þegar það gránar náttúrulega fellur það meira inn í umhverfið.

Hafa má í huga að gróður hægir meira á vindi heldur en sléttir lokaðir fletir sem eiga það oft til að magna hann upp, svo þarf líka að huga að því hvort skjólið á aðeins að haldast yfir sumartímann með laufguðum gróðri eða allt árið með sígrænum plöntum. Þegar notast á við gróður þarf meiri þolinmæði og tíma til að ná upp vexti og því skjóli sem stefnt er að, en á móti kemur að viðhald er oft minna og gróðursetning fljótlegri en með uppsetning á varanlegri skjólveggjum. Tímalengd fer eftir því hvaða plöntur eru valdar því vaxtahraði þeirra er mjög mismunandi. Víðiplöntur vaxa hraðast en endast kannski skemur og grenið er mjög hægvaxta en lokar hins vegar vel allt árið.

Skjólveggir lagðir á víxl við gróður sem mildar áhrif slétta veggjarins. Einnig dregur gróðurinn betur úr hraða vindsins.

Á móti kemur að með gróðri er oft hægt að ná betri lokun þar sem hann nær hæglega meiri hæð en ná má með skjólveggjum og áhrif gróðurs er mun mildari en sléttra veggja. Þá er kjörið að nota bæði í bland eins og gert hefur verið hér.

Nauðsynlegt er að hafa í huga við staðsetningu skjólveggja að þeir magni ekki upp vind úr ríkjandi vindátt sem gæti leitt til vindsveipa eða að vindurinn steypi sér niður þar sem skjólið átti að myndast. Einnig þarf að taka mið af hafgolu sem gætir oft um miðjan daginn á sólardögum.

 

Í okkar íslensku náttúru eru hæðir, brekkur, gjótur og lautir oft skjólsælustu staðirnir sem við leitum í á vindasömum stöðum.

Skjólsælasti hluti garðsins er oftast lægsti punktur hans og hann má móta til að líkja eftir náttúrulegum lautum.

Það er því kjörið að líkja eftir þessum aðstæðum í okkar nærumhverfi til að skapa gott skjól. Einnig má nota sömu aðferð til að mynda skjól og flýta fyrir vexti gróðurs.

Það er gömul hefð fyrir því að gera skeifu úr jarðvegi til að mynda skjól. Þetta er áberandi við marga af eldri sumarhúsum landsmanna. Þá hefur jarðvegi verið rutt upp í 1-2 m háan ílangan, skeifulaga grasþakinn hól en slíkir hólar eru oft nefndir manir. Hóllinn er þannig í laginu að þægilegt er að leggjast í grasbrekkuna í innanverðri skeifunni.

Algengast er að þessar skeifur snúi mót suðri eða suðvestri þannig að sólin skíni vel á þær en veiti jafnframt skjól fyrir öllum norðlægum áttum. Til þess að auka skjólið jafnvel enn meira er hægt að lækka svæðið skjólmegin manarinnar og útbúa þannig laut.

Hér hefur verið hlaðinn grjótveggur öðru megin en tyrfð brekka látin tengjast grasflötinni hinu megin.

 

Einkagarður endurskipulagður

IMG_2138 Hér er fjallað um breytingar á garði sem var endurhannaður með það í huga að mynda betri dvalarsvæði og meira næði. Efst sést aðkoma að húsinu þar sem aðalinngangur snéri í suður og lóðin var opin og lítið um næði. Aðalinngangurinn í húsið truflaði þannig talsvert aðal dvalarsvæði garðsins. Á miðri grasflöt voru stór tré og falleg fuglaböð úr stuðlabergi. Eftir breytingu voru bílastæði lokuð af frá garði og komið fyrir sorpgeymslu í skjólveggjum. Nú er gengið úr húsi beint út á suðurpall og þaðan út á stóra grasflöt sem nýtist vel til leikja. Komið var fyrir heitum potti með skjólveggjum fyrir aðalvindáttum sem stuðla einnig að betra næði.

hadal 0028

Áður voru á miðri grasflöt fuglaböð og stór tré.

Eftir breytingu var komið fyrir suðurpalli upp við hús og heitum potti.

 

 

 

 

 

 

DSC02761

Aðkoma og bílastæði en sorpgeymsla er felld inn í skjólvegg.

Dvalarsvæði, suðurpallur og heitur pottur.

 

 

 

 

 

 

 

Stór og góður viðarpallur nýtist vel fyrir garðveislur í góðum veðrum sem og til sólbaða og viðveru.

heitur potturHeitur pottur er afmarkaður með skjólveggjum til norðurs og austurs, sem skyggja þá ekki á sól en skýla fyrir helstu góðveðurs vindáttum. Efri brún pottsins nemur við efri brún viðarpallsins kringum hann. Þannig er þægilegt að sitja umhverfis pottinn ef maður vill kæla sig niður og sóla sig.   Áður en hafist er handa við endurskipulagningu er gott að geta séð fyrir sér útkomuna með því að skoða þrívíddarteikningar af fyrirhuguðum breytingum. Þannig verða yfirvofandi breytingar raunverulegri og auðveldar það oft eigendum að sjá endanlega útkomu þeirra.

Vestur útlit aðkoma

Útlit vestur.

Gardur_Heiturpottur

Heitur pottur með skjólveggjum.

Austurgarður horft úr suðri.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

 

Gardur Fuglabad

Gróður og fuglabað eru færð út við lóðarmörk til þess að lóðin nýtist betur.

e209828_3A

Fuglabað og grenitré voru fyrir miðri lóð þar sem nú er heitur pottur og suðurpallur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig var skoðað hvað gaman væri að nýta áfram, eins og náttúruhellur, fuglaböð og gróður. Ákveðið var að færa reynitré og fuglaböð úr stuðlabergi sem áður voru á miðri grasflöt út að jaðar lóðar, til að fá stærri grasflöt til leikja og til að koma í veg fyrir skuggamyndun en þannig nýtist garðurinn betur. Haldið var í þann gróður sem var í góðu ástandi og fallegar náttúrulegar steinhellur sem fyrir voru í garðinum en þær fluttar og gefið nýtt hlutverk. Steinhellurnar sem voru áður í aðkomustétt afmarka nú grasflöt frá blómabeði sem auðveldar grasslátt og gefur skemmtilegan svip. Einföld form eru á pöllum og hellulögn upp við hús, nútímalegt og stílhreint eins og húsið en í kringum grasflöt eru mýkri og frjálslegri form sem umvefja garðinn og skapa skemmtilegt mótvægi og hlýleika.

Náttúrulegar steinhellur

Hér fá steinhellurnar nýtt hlutverk. Auðvelda grasslátt og gefa skemmtilegan svip í beðið.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi, séð úr lofti.

Stórar aspir sem áður skýldu fyrir austan átt voru fjarlægðar þar sem þær voru orðnar allt of háar, en reynt hafði verið að lækka þær um helming til þess að halda þeim og minnka skuggamyndun en það kom ekki vel út og þoldu þær það illa. Í staðinn var settur skjólveggur í þremur flekum og gróður sitt hvoru megin. Utan við vegginn eru rifsber, sólber og mismunandi tegundir af Reynitrjám. Með tíð og tíma munu trén ná að veita meira skjól fyrir ríkjandi austanáttinni líkt og aspirnar gerðu áður en munu síður verða of há.

Aspirnar sem ákveðið var að fjarlægja þar sem þær voru svo háar og mikil skuggamyndun af þeim.

Rifsber og reynitré af ýmsum tegundum mynda fallega breiðu utan við skjólveggi.

Eigendur hafa einnig gaman af nytjaræktun og skipulagið tekur mið af því, þannig er kryddjurtabeð nærri eldhúsinu en aðalgrænmetisræktunin fer fram í austurgarði þar sem eru gróðurhús og grænmetisreitir ásamt ávaxtatrjám.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja í matargerðina.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja það í matargerðina.

Grænmetisræktun í reitum og ávaxtatré.

Grænmetisræktun í gróðurkössum og ávaxtatré.

 

 

 

 

 

 

 

 

Geymslukofi, gróðurhús og ræktunarkassar er staðsett í austurgarði.

 

 

 

 

 

 

 

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa