Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2016

Sparnaðarráð fyrir garðahönnun

IMG_1705

Náttúrulegt útlit með litlum tilkostnaði.

Margar leiðir eru til að gera garðinn huggulegan á einfaldan hátt með lágum tilkostnaði.

Skipuleggðu garðinn áður en þú byrjar, hvernig viltu nota hann, hefurðu gaman af að rækta eða viltu hafa garðinn einfaldan og viðhaldslítinnDSC04233?

Hvernig garð langar þig í? Nútímalegan með beinum línum og óþarfa prjáli? eða gamaldags með rúnnuðum lífrænum línum og formum þar sem auðvelt er að blanda saman ólíkum plöntum og hlutum? Gott er að hafa í huga að garðurinn passi við húsgerðina sem í garðinum er.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Hvaða plöntur eru nú þegar í garðinum, hverjar viltu hafa áfram? Gætu sumar sómt sér betur annars staðar, þá er um að gera að vera óhræddur við að flytja þær til. Með því að endurnýta gróðurinn sem fyrir er í garðinum ertu umhverfisvænn um leið og þú sparar. Tré getur til að mynda fengið nýja ásýnd og upplyftingu með því að raða grjóti í kring eða mynda hring og pláss í kringum það svo það fái notið sín til fulls ef á það er skyggt eða að því er þrengt.

Gott er að rissa garðin upp og skilgreina hvar hlutir og plöntur eiga að vera. Gerðu lista áður en farið er af stað að kaupa, með því má spara óþarfa kaup sem nýtast ekki sem skildi. Leitaðu ráða hjá fagfólki þegar þú þarft.

Einnig er hægt að skiptast á plöntum, fjölæringum og fræjum á ákveðnum tímum hjá Garðyrkjufélagi Íslands nú eða nágrönnum og vinum. Með því móti má fjölga tegundum og fá nýjungar í garðinn.

Sparaðu með því að gera sem mest sjálfur og taktu þér tíma í verkið, það veitir líka meiri gleði 🙂

Sótt á vef: http://homedesignlover.com/landscape-designs/10-money-saving-landscaping-tips/