þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.






Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.

Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
þann 26. maí 2023 birtist þetta viðtal í garðablaði Moggans.
Garðhús nýtt hjá hæðarmun lóðar.
Grasflöt er afmörkuð með þrifkanti. Glæsilegt útiborð „Þorparinn“ frá JAX handverk prýðir þennan fallega garð.
Margar leiðir eru færar í trjáklippingum og hægt að móta runna og tré á ýmsa vegu. Jafnvel er hægt að mynda ólíka ásýnd og áferð með hugmyndaflugið að vopni.
Gluggi formaður í þéttu hekki, í gegnum hann er eins og horft sé á málverk. Nauðsynlegt að huga að því hvað mun sjást í gegn svo vel takist til.
Jafnvel stærð og lögun kúlunnar breytir miklu, hér loftar vel á milli runnanna svo hver kúla lág og breið nýtur sín til fulls.
Mismunandi grænir litir á mismunandi stórum kúlum og kúlurnar í mismunandi hæð gefa fletinum nýja vídd.
Fallega grænir runnar mótaðir í kúlur innan um annars konar vaxtarlag plantna, kúlu eða þúfulaga lággróðurinn myndar svo skemmtilegan grunn til móts við vatnsflötinn.
Þéttplantaðir runnar mótaðir í misstórar kúlur mynda áhugavert mótvægi við beinan kant tjarnarinnar.
Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.
Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa
Í Fossvogsdal eru nokkrir stígar sem liggja í gegnum þéttan gróður. Þegar gengið er um stígana gleymist jafnvel að þeir séu í miðri borginni. Það er sérlega ánægjulegt þegar ekki þarf að fara langt frá heimili sínu, þó inn í miðri borg sé, til að upplifa sig í guðs grænni náttúrunni.
Í kringum stígana er að finna fjölbreyttar tegundir og yrki, trjáa og runna. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim reiðir af ár frá ári eftir veðurfari og árstíðum. Merkingar hjálpa áhugafólki að læra og kynna sér tegundir.
Glöggir vegfarendur í Fossvogsdal hafa líklega tekið eftir nýjum búnaði sem dúkkað hefur upp síðustu daga, en það er frisbígolfvöllur með 9 körfum. Hér er á ferðinni sívaxandi íþrótt þar sem haldnar eru keppnir nokkrum sinnum yfir árið. Í byrjun september verður svo haldið Íslandsmót. Frisbígolfsamband Íslands var stofnað árið 2005 en sumarið 2000 var settur upp fyrsti 9 holu völlurinn á Úlfljótsvatni með heimasmíðuðum plasttunnum. Þeim var síðan skipt út fyrir alvöru körfur sem eru þar í dag. Í júlí 2003 var settur upp 9 holu völlur í Grafarvogi með alvöru körfum. Hann var síðar stækkaður í 18 holur. Þar er nú stærsti völlur landsins með mjög fjölbreyttum brautum. Halda áfram að lesa
Glæsileg tillaga Landmótunar Geysir í Haukadal … hlýir straumar… náttúru og mannlífs hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Alls bárust 14 tillögur og var mikill einhugur hjá dómnefndinni um vinningstillöguna. Halda áfram að lesa
Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa
Umhverfis.is óskar Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur innilega til hamingju með nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag 🙂 Virkilega flott verkefni!
Í síðustu grein okkar „Ísland á kort EuroVelo“ fjölluðum við um verkefni þeirra Hjólaleiðir á Íslandi sem þau unnu í sumar til að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo sem nýjum viðkomustað fyrir hjólaferðamenn. Til þess að koma Íslandi á kortið hjá EuroVelo þurfti að meta hjólaleiðir hérlendis út frá kröfum EuroVelo, sem heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og stuðlar að sjálfbærri ferðamennsku. Halda áfram að lesa
Hér er dæmi um vel heppnaða hönnun, torgið „Hermods plats“ er staðsett í Klagshamn í Svíþjóð. Aðalhönnuður er Mandaworks og er þetta þeirra fyrsta fullunna verk en torgið var fullklárað í fyrra sumarið 2013. Torgið myndar miðju nýs íbúðahverfis, sem er úthverfi af gamla bæ Klagshamn. Halda áfram að lesa
Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.
Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum en önnur getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.
Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum! Halda áfram að lesa