Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2019

Þrifkantur fyrir grasflatir

Þrifkantur er hellurönd sem er oft lögð úr 15×30 cm hellum meðfram grasflötum upp við palla eða við hærra yfirborð en grasflötin. Hann er afar gagnlegur og mikið uppáhald þar sem hann gerir kantklippur óþarfar við sumarsláttinn. Allur grassláttur verður auðveldari þar sem sláttuvélinni er rennt eftir helluröndinni sem er lögð í sömu hæð og grasið eða ögn ofar. Með árunum vill grasið þó stundum leita yfir hellurnar og því er nauðsynlegt að kantskera meðfram hellurönd grasflatar til halda grasinu í horfinu og þrifkantinum snyrtilegum.

Vel snyrtur þrifkantur og grasflöt er augnayndi.

Með árunum vill grasið leita inn á þrifkantinn.

Grasið leitar inn á hellulagnir með tímanum.

Grasið hefur leitað inn á þrifkantinn með tímanum.

Þetta verkfæri er bráðsnjallt til að hreinsa milli hellna.

Þá er tekið til hendinni að vori og kantskurðarverkfæri notað til að skera meðfram grasflötinni við hellulögn og þrifkant.

Afrakstur hreinsunar og kantskurðar.

Lóðamörk við götu, ýmsar útfærslur

Viltu skýla garðinum frá veginum? Það er hægt að gera á margan hátt, hér að neðan eru mismunandi útfærslur.

Skjólveggir og gróður á víxl mynda góða lokun.

Flekar úr timbri með blönduðum gróðri fyrir framan sem hylur skjólvegginn nokkuð og milli fleka er plantað sígrænu greni sem lokar allan ársins hring, mjög fjölbreytt.

Gróður með skjólvegg fyrir hluta garðs en annar hluti hans nokkuð opinn. Fjölbreytileiki í gróðri áberandi.

Limgerði úr greni er sígrænt og lokar vel allt árið um kring.

Timburskjólveggur eingöngu myndar góða heildarlokun.