Nokkrar útfærslur af hellum í grasi.

Fallegt fyrir augað og minnir óneitanlega á skákborðið alkunna.

Það er hægt að gera marga skemmtilega hluti með ekki flóknara efni en grasflöt og hellum.  Hellum er komið fyrir í grasflöt og verða þær þannig partur af henni eða til að auðvelda umgengni um hana t.d. í bleytu. Einnig er hægt að láta gras vaxa á milli hellna til að mýkja áferð og útlit þeirra.

Hér er útfærslan nútímalegri en vandlega er passað upp á að hvergi sjáist í bera mold og hinar ýmsu tegundir af fallega laufguðum plöntum fá að njóta sín.

Hægt er að láta grasið vaxa markvisst á milli hellnanna og gefa þeim þannig mýkri áferð, eins og sést hér á myndinni fyrir neðan, fúgan er þá höfð breiðari en venjulega og sáð í á milli.

Hér er grasfræjum sáð á milli hellnanna í fúguna.

Hér eru hellurnar látnar ganga mislangt út í grasflötina og milda því skilin á milli hellulagða svæðisins og grasflatarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjarmerandi í gömlum skuggsælum garði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinn hér að ofan til hægri hefur verið gert ekta taflborð úr hellum og grasi á víxl, þetta er greinilega gróðurmikill garður og líklega skuggsæll en hönnunin gefur honum sjarmerandi ásýnd.

Hér hefur svo verið gert svipað skákmynstur með fíngerðri hvítri möl og grasi.

Myndir sóttar á vef: http://www.designhouseideas.com/category/garden