Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2019

Gleymum ekki undirstöðu gróðurs – rótarvænt burðarlag

Jafnvægi milli þess að hellur haggist ekki og gróður dafni getur verið vandfundið.

Þegar gera á endurbætur á garðinum má ekki gleymast að huga að því að nóg verði af næringaríkri gróðurmold vilji maður hafa fallegan gróður í garðinum. Ansi oft í kringum nýbyggingar og þegar verið er að gera upp heilu garðana skipta verktakar út næringaríkum jarðvegi fyrir frostfrítt efni (grjót og möl) á kostnað gróðurmoldar. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að stór og falleg tré muni ná að dafna í garðinum, sem og annar runnagróður. Því er mikilvægt að passa upp á að velja gróður sem hentar því undirlagi sem fyrir er eða setja gott undirlag fyrir þann gróður sem rækta á ef það er mögulegt. Á þessari mynd sjást fallegar endurbætur en sjá má að komið hefur verið fyrir frostfríu efni en plássið sem eftir er fyrir gróðurmoldina er harla lítið. Kannski nóg fyrir litla runna eða fjölæringa. Garðyrkjumaðurinn vill nóg af mold fyrir gróðurinn en helluleggjarinn nóg af frostfríu efni til að verk hans haggist ekki í áranna rás. Þarna rekast hagsmunir á og millivegurinn vandfundinn en best er að gróður fái nægilegt magn af rótarvænu burðarlagi. „Með rótarvænu burðarlagi er trjánum tryggt nægjanlegt vaxtarrými í jarðvegslagi sem er þannig uppbyggt að það virkar jafnframt sem burðarlag fyrir gangstéttir og götur, þar af kemur nafnið rótarvænt burðarlag. Uppbygging rótarvæns burðarlags er 80-85% af samkorna grófri möl og 15-20% af ræktunarjarðvegi. Kornadreifing í mölinni þarf að vera þannig að við þjöppun myndist 20% holrými fyrir rætur og jarðveg án þess að það hafi áhrif á burðargetu.“

Oftast má reikna með að rætur þurfi jafnmikið pláss og ofanvöxturinn og því betra að þær geti náð upp næringarefnum allt í kring, því annars vex gróðurinn minna og verður veikburðari og nær jafnvel ekki að þrífast nægilega, einnig verður hann veikari fyrir foki og vondum veðrum.

Heimildhttp://yndisgrodur.lbhi.is/wp-content/uploads/2018/01/Tr%C3%A9-%C3%AD-borgarumhverfi.pdf sótt á vef lbhi.is 26. ágúst 2019.

Endurnýjun og skipulagning hluta lóðar

Hluti lóðar eftir breytingar, upphækkuð gróðurbeð. Hellulagður stígur milli palla og fjölbreyttara efnisval ásamt heitum potti. Klifurrósir upp við suðaustur húsvegg.

Sama svæði fyrir breytingar, stór samsettur tímburpallur frá ýmsum tímabilum. Innsta svæði pallsins var lokað af með Fjallarifslimgerði.
Sama svæði fyrir breytingar, séð frá hinni áttinni. Skjólveggur við enda húsveggjar verður fjarlægður sem og tré í miðjum pöllum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést suðausturhluti eftir breytingar.  Einfaldur timburpallur úr lerki. Klifurrósabeð við suðaustur húsvegg. Runnagróðurkassi er við enda pallsins og matjurtarreitir þar í framhaldi.

Eitt horn garðsins fyrir breytingar sést á efri mynd, samsettir stallaðir pallar.  Ölur á erfiðum stað fyrir miðri gönguleið.  Skjólveggur við húshorn.

Á neðri myndinni má sjá eftir breytingar, svæði einfölduð og lögð í sömu hæð. Skipt upp með mismunandi efnum. Vínarhellur lagðar í stíg á milli palla sitt hvoru megin við húsið. Matjurtarbeðum komið fyrir í afmörkuðum reitum og rifs upp við skjólvegg þar sem það þrífst vel í skugga. Trjákurl sett í kringum matjurtarsvæðið. Ölur fjarlægður. Skjólveggur við húshorn er fjarlægður og Fjallarifslimgerði fært þangað sem veitir skjól og brýtur upp vind sem og að hægja á honum og kemur í veg fyrir vindsveipi.
Pallur í stöllum við nágrannavegg fyrir breytingar.

Eftir breytingar er opnað betur á milli svæða og mishæðóttum palli breytt í runnabeð með möl, allt í sömu hæð og pallur sem fyrir er. Hann fær að halda sér.

                                                                                Steinabeð og blandað limgerði eftir breytingar, fjölbreyttir runnar og litskrúðugur gróður.

Það sem eigendur lögðu upp með og fannst hafa heppnast vel var:

  • Skemmtilegra útiverusvæði og  gert ráð fyrir heitum potti.
  • Fengu meiri hlýleika í garðinn með gróðri, sérstaklega upp við hvíta endaveggi og aðgreina svæði garðsins betur.
  • Fengu ráðgjöf um gróðursamsetningu þannig að gróður blómstri á mismunandi tíma.
  • Fengu pláss fyrir matjurtargarð.