Ísland á kort EuroVelo.

EuroVeloSíðasta sumar var unnið að því að vega og meta hjólaleiðir á Íslandi út frá kröfum EuroVelo verkefnisins með það að markmiði að koma einni leið á Íslandi inn á þeirra kort. EuroVelo heldur utan um meginkerfi reiðhjólaleiða í Evrópu og er ætlað að stuðla að sjálfbærri ferðamennsku. Í dag eru 14 leiðir skráðar hjá þeim. Verkefnið er nýsköpunarverkefni sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna og EFLU verkfræðistofu og unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni og Evu Dís Þórðardóttur. Ferðamálastofa hefur tekið að sér að fóstra verkefnið og hefur hún ásamt Landssamtökum hjólreiðamanna og öðrum hagsmunaaðilum sent umsókn til EuroVelo fyrir Íslands hönd, þar sem gögn nýsköpunarverkefnisins eru nýtt. 

EuroVelo2Verkefnið er nú eitt þeirra fimm sem hlotið hafa tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2013.

Hjólaferðamennska – Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að átta sig á þeim tækifærum sem hjólaferðamennska býður upp á. Eftirfarandi þættir hafa haft áhrif á þróun hjólaferðamennsku í heiminum:

  • Hjólaferðamenn eru oftast með meiri tekjur en hinn almenni ferðamaður.
  • Ferðamenn sjá að hjólið er það ökutæki sem er best fyrir heilsuna og átta sig á kostum þess að fara hægar yfir.
  • Þjónustuaðilar sjá að ágóði er af einnar nætur gestum.
hjolRigning

Hjólreiðamenn setja ekki veðrið fyrir sig.

Einnig er hægt að markaðssetja hjólaferðamennsku á mismunandi vegu, eins og hjólað í fríinu, Langferðir frá A-Z utan vegar, Dagsferðir-hringferðir frá A aftur að A , Fjallahjólreiðar utan vegar ofl.

Ávinningurinn af hjólaferðamönnum snýr að neyslu á mat og drykk og kaupum á þjónustu. Þeir fara hægar yfir, komast með minni byrðar með sér og versla því víðar. Þurfa að stoppa oftar til að næra sig og brenna meiru en þeir sem sitja í bíl. Oftast vel menntað fólk með meðaltekjur og mikinn áhuga á náttúrunni. Þeir dvelja lengur og skilja meira fjármagn eftir sig í landinu og notast við sjálfbæran ferðamáta. Einnig felast tækifæri fyrir minni þorp og bæi að byggja upp þjónustu í kringum hjólaferðamennsku rétt eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Umhverfislega felst hann því í að hjólreiðar eru umhverfisvænn ferðamáti og hjólaferðamennska er sjálfbær ferðamennska.

Samfélagslega felst hann í uppbyggingu í og við minni þéttbýlisstaði, bættum samgöngum og fjölbreyttari þjónustu fyrir heimamenn með auknum lífsgæðum.

Efnahagslega felst hann í því að með aukinni uppbyggingu skapast störf, hjólaferðamenn eyða meiru en aðrir ferðamenn, lítill upphafskostnaður er af því að koma hjólaleiðum á kort til móts við ávinning.

Islenskir aðilar

Íslenskir aðilar sem teljast nauðsynlegir af EuroVelo til að koma umsóknarferlinu af stað.

Eitt af þeim kortum sem unnin hafa verið sem sýnir hjólaleiðir út frá hringveginum.

Eitt af þeim kortum sem unnið var og sýnir hjólaleiðir út frá hringveginum.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni verða að veruleika til hagsældar fyrir okkur öll.