Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin. Hulda Dagmar Magnúsdóttir skrifaði meistararitgerð í Umhverfis- og auðlindafræði. Verkefnið ber heitið Hegðun fólks á bílaplönum. Halda áfram að lesa