Greinasafn fyrir merki: Landslagshönnun

Áhrif frá Víetnam í landslagsmótun í Evrópu?

Landslagshönnun í Evrópu mótuð undir áhrifum frá Víetnam? Til að akuryrkja sé möguleg í bröttum hlíðum Víetnam hafa heimamenn frá örófi alda, hlaðið upp pöllum til að fá sléttlendi til ræktunar hrísgrjóna og er víst mikið sjónarspil allt árið um kring að fylgjast með litabreytingum ræktunar frá nýsprottnum til fullþroskaðra hrísgrjóna. Skærgrænir litir yfir í heiðgula. Úr lofti sjást svo skýrar línur eins og hæðarlínur á kortum.

Landslagshönnuðurinn Charles Jencks hefur hannað víða í Evrópu og einnig Suður Kóreu þar sem sjá má svipuð einkenni, eins og sést vel á meðfylgjandi myndum.

Cells of life eftir Charles Jencks í Jupiter Artland nærri Edinborg.
Byggt á forsögulegum landformum eins og Víetnam og víðar.
Northumberlandia, Newcastle, Englandi, hér breytir Charles Jencks ásamt konu sinni Maggie Keswick kolanámu í þetta undur. Opnum sárum eftir malargröft og námutöku má breyta í margt áhugavert eins og hér var gert.
Parco Portello almenningsgarður í Mílanó er einnig hannaður af Charles Jencks og Andreas Kipar. Hann var byggður yfir gamalt verksmiðjusvæði.

Eco-Geo park í Suður Kóreu 2013, eftur hönnuðina Lily og Charles Jencks.

Heimildir:

https://unusualplaces.org/the-garden-of-cosmic-speculation-in-scotland/ https://www.jupiterartland.org/artwork/cells-of-life. https://www.likealocalguide.com/milan/parco-portello. https://www.lilyjencksstudio.com/ljs-ecoline. https://www.tripadvisor.com/LocationPhotoDirectLink-g186525-d1786893-i105846582-Jupiter_Artland-Edinburgh_Scotland.html

Vinningstillagan Perlufesti í Öskjuhlíð.

Megum til með að hrósa og benda á tillöguna sem vann samkeppni Reykjavíkurborgar um útivistarsvæði Öskjuhlíðar, framtíðarsýn og -skipulag þess.

Vinningshafar eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi en þau unnu tillöguna.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Áhersla er lögð á að halda í svæðið eins og það er en tengja það betur innbyrðis sem og við nágrenni þess. 7 geislar eru myndaðir út frá Perlunni á toppnum með misbröttum stígum en á aðalstígnum Suðurás er minnsti brattinn þar sem sjónlína opnast niður að sjó sem endar í útsýnispalli út yfir sjávarkletta sem eru friðlýstar jarðfræðiminjar. Brattasti stígurinn er suðvesturásinn nefndur metorðastigi þar sem á leiðinni eru ýmsar áskoranir, líkamlegar og andlegar í gegnum skóginn þar sem hann er þéttastur og ævintýralegastur. Halda áfram að lesa