Megum til með að hrósa og benda á tillöguna sem vann samkeppni Reykjavíkurborgar um útivistarsvæði Öskjuhlíðar, framtíðarsýn og -skipulag þess.
Vinningshafar eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi en þau unnu tillöguna.
Áhersla er lögð á að halda í svæðið eins og það er en tengja það betur innbyrðis sem og við nágrenni þess. 7 geislar eru myndaðir út frá Perlunni á toppnum með misbröttum stígum en á aðalstígnum Suðurás er minnsti brattinn þar sem sjónlína opnast niður að sjó sem endar í útsýnispalli út yfir sjávarkletta sem eru friðlýstar jarðfræðiminjar. Brattasti stígurinn er suðvesturásinn nefndur metorðastigi þar sem á leiðinni eru ýmsar áskoranir, líkamlegar og andlegar í gegnum skóginn þar sem hann er þéttastur og ævintýralegastur. Halda áfram að lesa