Landslagshönnun í Evrópu mótuð undir áhrifum frá Víetnam? Til að akuryrkja sé möguleg í bröttum hlíðum Víetnam hafa heimamenn frá örófi alda, hlaðið upp pöllum til að fá sléttlendi til ræktunar hrísgrjóna og er víst mikið sjónarspil allt árið um kring að fylgjast með litabreytingum ræktunar frá nýsprottnum til fullþroskaðra hrísgrjóna. Skærgrænir litir yfir í heiðgula. Úr lofti sjást svo skýrar línur eins og hæðarlínur á kortum.
Landslagshönnuðurinn Charles Jencks hefur hannað víða í Evrópu og einnig Suður Kóreu þar sem sjá má svipuð einkenni, eins og sést vel á meðfylgjandi myndum.
Heimildir:
https://unusualplaces.org/the-garden-of-cosmic-speculation-in-scotland/ https://www.jupiterartland.org/artwork/cells-of-life. https://www.likealocalguide.com/milan/parco-portello. https://www.lilyjencksstudio.com/ljs-ecoline. https://www.tripadvisor.com/LocationPhotoDirectLink-g186525-d1786893-i105846582-Jupiter_Artland-Edinburgh_Scotland.html