Áningarsvæði í Fossvogi

Áningarsvæði í Fossvogi

Skemmtilegt hvernig hellulögn hefur verið látin ganga út á malbikaða göngustíginn til að vekja athygli vegfarenda á afmörkun áningasvæðis sem þar er boðið upp á.

Getur verið að það komi einnig blindum og sjónskertum til góða og auðveldi þeim að finna svæði við göngustíginn þar sem þeir myndu vilja á, á ferð sinni um dalinn?

Hér er hellulögnin látin ná alveg út á hjólastíginn til vekja einnig athygli hjólareiðafólks á áningar- og hvíldaraðstöðunni við stíginn.

Ýmsum gerðum af útskotum hefur verið komið fyrir við göngustíginn til hvíldar eða dvalar.  Á flestum stöðum hefur verið komið fyrir bekkjum, sums staðar borðum og jafnvel leiktækjum, hjólagrindum og drykkjarfonti.  Þetta er til fyrirmyndar og á eflaust eftir að verða til þess að auka umferð gangandi og hjólandi enn frekar um dalinn á leið sinni um borgina, gæti jafnvel virkað hvetjandi fyrir marga sem ekki treysta sér í langar göngur án þess að geta tillt sér niður inn á milli.

Hér sést hvað látlaus steinhleðslan afmarkar fallega útskotið.

Röndin minnir á hve freistandi er að hvíla lúin bein.

Hellulögn beinir athygli hjólareiðafólksins að hvíldarsvæðinu við stiginn.

Göngu- og hjólastígar vel merktir

Hér hefur nú verið komið fyrir aðskildum hjóla- og göngustíg. Sums staðar er gróðursett á milli þeirra til enn frekari aðgreiningar sem eykur öryggi vegfarenda til muna.  Á myndinni hér til vinstri er bara mjó grasræma á milli stíganna.

 

Gróður á milli þessara stíga.

 

 

Á myndinni hér til hægri er breiðari grasrönd með gróðri sem á eftir að veita vegfarendum meira skjól og auka öryggi þeirra.

Gangandi vara sig líklega frekar á hjólreiðastígnum þar sem hjólreiðafólk þýtur oft hjá á miklum hraða.

 

 

Athygli vekja nýrri tegundir af reiðhjólastöndum sem komnir eru víðs vegar um bæinn, þeir eru til mikilla bóta, því síður skapast hætta af hjólum á víð og dreif.

Reiðhjólastandur og vörn gegn umferð inn á áningarsvæðið.

Önnur gerð reiðhjólstanda