Gangandi og hjólandi vegfarendur njóta góðs af fjölbreyttum áningastöðum víðs vegar um borgina. Fyrir ýmsa, eldra fólkið og fólk með skerta hreyfigetu skiptir miklu máli að hafa áningastaði og bekki sem víðast, helst með ekki lengra millibili en 100 m.
Hér getur að líta ýmsar útfærslur sem má finna víða.
Innan garða borgarinnar eru víða bekkir.
Hvíldarsvæði með einfaldari bekkjum.
Hvíldarstaður fyrir hjólandi og gangandi með nesti.
Áningarstaður með hefðbundnum borgarbekkjum.
Látlaus steinhleðsla afmarkar bekkina.
Borð með bekkjum og jafnvel yfirbyggt skýli.
Skrautleg borð og bekkir.
Æfingatæki finnast einnig í tengslum við áningasvæði.
Einfaldur bekkurinn fellur vel að umhverfinu.
Metnaðarfullt áningarsvæði í miðborginni.
Skemmtilegir bekkir til að hvíla lúin bein.
Hvíldartorg við Hverfisgötu.
Einfaldir bekkir í trjálundi nýtast ýmsum hópum.
Bríetartorg menningarlegt áningarsvæði í miðborginni.
Hægt að virða fyrir sér listaverk á þessum áningarstað.
Torg má nýta á ýmsa vegu.