Í Westerpark í Amsterdam hafa gamlir ónýttir gastankar fengið nýtt hlutverk, þeim hefur verið breytt í tjarnir.
Tjarnir með pöllum allt í kring fyrir göngusvæði sem minna á bryggju, en pöllunum hefur verið komið fyrir innan á veggjum tankanna og mynda veggirnir skemmtilega umgjörð utan um tjarnirnar. Þegar sest er niður umvefja veggir tankanna mann ásamt gróðrinum í kring og er upplifunin ákaflega friðsæl maður gæti allt eins verið í eigin heimi. Á heitum dögum er svalandi að sitja og kæla fæturna í vatninu. Halda áfram að lesa