Vandræða borgarrými breytt í iðandi mannlíf

Afgangsrými í New York breytt í iðandi mannlíf.

Í Brooklyn, New York á svæði þar sem var að finna slæm gatnamót illa fær gangandi fólki vildi hópur fólks breytingu á. Nokkrir búðareigendur og borgarstarfsmenn hverfisins tóku sig til og lokuðu litlum götubút til að koma fyrir trjám í kerjum, stólum og borðum þar sem áður var bílastæðakös.

Staðurinn varð fljótlega iðandi af mannlífi sem leiddi til þess að neikvæð starfsemi sem hafði þrifist þar áður eins og eiturlyfjasala, vændi og fleira lagðist af.  Þannig leystist það vandamál af stjálfu sér og glæpir lögðust af á svæðinu því það varð mun betur mannað og vaktað vegna þessa huggulega torgs.

Einföld lausn.