Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.
Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning. Halda áfram að lesa