Samkeppni um áningarstað á Laugarvatni.

Tillögur í samkeppni um áningarstað í þjóðskógum ríkisins kynntar í húsakynnum Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn þann 5. júní.

Markmið samkeppninnar var að fá tillögur að áhugaverðum áningarstað í Þjóðskóginum á Laugarvatni, sem jafnframt gæti orðið kennileiti fyrir þjóðskóga Skógræktar ríkisins víða um land. Áningarstaðurinn á að vera aðgengilegur öllum, gera heimsóknir í skóga þægilega og áhugaverða upplifun og vera í góðri tengingu við umhverfi skóganna, gönguleiðir, skógarstíga og leiksvæði. Einnig á hann að vera gerður af hugkvæmni úr innlendum trjáviði, hagkvæmur í uppsetningu og viðhaldi. Verkefnið hlaut fjárhagsstuðning frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.

Alls bárust 13 tillögur og voru margar þeirra áhugaverðar. Tvenn verðlaun voru veitt ásamt tveimur öðrum tillögum sem fengu viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur.

Umhverfis tók þátt og er þetta í fyrsta sinn sem við vinnum ekki svona keppni 😉

Eldaskálinn, 1. verðlaun. Sótt var hugmynd aftur til fortíðar í langhús og eldaskála.

Fyrstu verðlaun hlutu Arkís arkítektar, þeir Birgir Teitsson og Arnar Þór Jónsson fyrir Eldaskálann. Þótti skírskotun þeirra til fyrri tíma byggingarhefðar skemmtileg og vel útfærð. Önnur verðlaun hlutu Hornsteinar arkítektar. Mikilsvert er að halda samkeppnir sem þessar því þær virka hvetjandi fyrir starfsgreinarnar ásamt þvi að gefa fleirum tækifæri og er það til fyrirmyndar.

2. verðlaun hlutu Hornsteinar arkítektar.

Athyglisverð tillaga að mati dómnefndar – Ævintýraskógur. Höf. Arkiteó og Suðaustanátta.

 

 

 

 

 

 

Einnig má lesa meira um samkeppnina hér: http://ai.is/?p=5316