![Samkeppni verðlaunaafhending](https://www.umhverfis.is/wp-content/uploads/IMG_0181-1024x764.jpg)
Tillögur í samkeppni um áningarstað í þjóðskógum ríkisins kynntar í húsakynnum Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn þann 5. júní.
Markmið samkeppninnar var að fá tillögur að áhugaverðum áningarstað í Þjóðskóginum á Laugarvatni, sem jafnframt gæti orðið kennileiti fyrir þjóðskóga Skógræktar ríkisins víða um land. Áningarstaðurinn á að vera aðgengilegur öllum, gera heimsóknir í skóga þægilega og áhugaverða upplifun og vera í góðri tengingu við umhverfi skóganna, gönguleiðir, skógarstíga og leiksvæði. Einnig á hann að vera gerður af hugkvæmni úr innlendum trjáviði, hagkvæmur í uppsetningu og viðhaldi. Verkefnið hlaut fjárhagsstuðning frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða. Halda áfram að lesa