Lífræn bygging í Japan

Lífræn bygging í Osaka í Japan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Osaka í Japan er lífræn bygging hönnuð af ítalanum Gaetano Pesce. Útveggir byggingarinnar eru með útstandandi „vösum“ þar sem komið er fyrir gróðri og því myndast nokkurs konar lóðréttur garður þar sem pláss fyrir gróður er takmarkaður í borginni. Fyrir hönnuðinum vakti að gera bygginguna að áberandi kennileiti í borginni og það tókst.

Lítið pláss er fyrir gróður í svona þéttbyggðri borg.

Útstæðir „gróðurvasar“

Gróðurvasarnir setja mikinn svip á bygginguna.

Gróðurinn nýtur sín vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ein leið til að fjölga gróðri í þéttbyggðri borg þar sem græn svæði eru af skornum skammti. Rétt er að hafa í huga að gróður vinnur líka gegn neikvæðum áhrifum mengunar.

 

 

 

 

 

Myndir sóttar á vef: http://maddyandmeagainst3.tumblr.com/post/30453164879/organic-building og hér: http://freshome.com/2010/05/07/vertical-garden-on-building-walls-in-osaka/