Lóðréttur garður í Vietnam

Græn bygging í Vietnam, lóðréttur garður skýlir fyrir sól, hávaða og mengun.

Á plásslitlu svæði á Saigon í Vietnam var hannað hús handa 30 ára gömlu pari og móður þeirra. Það er einungis 4 metrar á breidd en alveg 20 metra hátt.  Útveggir þess að framan og aftan eru grænir, lóðréttir garðar.  Þar fyrir innan eru gluggar/hurðar svo gott sé að sinna „garðverkunum“. Innveggir eru fáir sem engir og því er útsýnið óhindrað að gróðrinum hvaðan sem er úr húsinu.

Í Vietnam er þetta góð leið til að verja íbúana fyrir steikjandi sólinni, hávaða og mengun.  Hér á Íslandi mætti mögulega nýta þessa hugmynd að t.d. fallegum stigagangi í fjölbýlinu nú eða tvílyfta einbýlinu.

Grænt og vænt, aðgengilegt innan frá. Lífgar t.d. upp á stigaganginn þar sem útsýnið væri annars bara húsveggur.

 

Virðist vera í úthverfi þrátt fyrir að vera í miðri stórborg. Þakið er svo líka nýtt til fulls.

 

Upplýsingar og myndir sóttar á vef: http://freshome.com/2012/02/03/originally-designed-family-residence-in-vietnam-displaying-green-facades/