Glænýr hjólastígur frá Mosfellsbæ niður í Grafarvog

Vel heppnaður hjólastígur, hannaður af Landmótun, fellur vel að landslaginu og leiðir vegfarandann í gegnum fallegt skógræktarsvæði fjarri bílaumferð.

Um er að ræða malbikaðan og upplýstan hjólastíg, þar sem vel hefur tekist til í samstarfi tveggja sveitarfélaga.  Þetta er samgöngustígur sem tengir núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við stígakerfi í  Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna batna til muna og  leiðin milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar styttist töluvert. Nýi hjóla- og göngustígurinn liggur sunnan og austan Vesturlandsvegar frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ, gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga við Hamrahlíð, og tengist nýju stígakerfi Reykjavíkur við Bauhaus.

Á leið frá Hamrahlíð Mosfellsbæ í átt að Reykjavík

Fallegt er hvernig stígurinn er látinn flæða í gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga í Hamrahlíð og hefur þar tekist vel til.

Öryggi hjólandi vegfarenda eykst til muna fjarri umferðargötum og vonandi að fleiri nýti sér þennan ferðamáta þar sem miklum hefur verið til kostað.

 

 

Breytilegt landslag umhverfis stíginn.

Hjólreiðastígur við Hamrahlíð í átt að Mosfellsbæ

 

 

 

 

 

 

Kort af hjólreiðastígnum sem liggur í Mosfellsbæ austan Vesturlandsvegar.

 

Heildarmynd af hjólreiðastígnum frá undirgöngum Vesturlandsvegar í Reykjavík að Miðbæ Mosfellsbæjar.