Greinasafn fyrir merki: Koparreynir

Koparreynir í limgerði

Koparreynirinn hér tekur sig vel út þakinn hvítum berjum.

Í ræktunarstöð Reykjavíkurborgar má finna þetta vel heppnaða limgerði úr Koparreyni, það skartar fallegum hvítum berjum um þessar mundir og fer fljótlega að fá skrautlega haustliti. Koparreynir er afar fallegur í limgerði vegna vaxtarlags og berja sem talsvert skraut er af. Ekki hefur verið algengt að nota hann í limgerði, þó hafa nokkrir farið að prófa það á seinni árum. Rétt er að velja honum skjólsælan stað þar sem hann er nokkuð viðkvæmur fyrir vorkuli. Halda áfram að lesa