Greinasafn fyrir merki: Garður

Sparnaðarráð fyrir garðahönnun

IMG_1705

Náttúrulegt útlit með litlum tilkostnaði.

Margar leiðir eru til að gera garðinn huggulegan á einfaldan hátt með lágum tilkostnaði.

Skipuleggðu garðinn áður en þú byrjar, hvernig viltu nota hann, hefurðu gaman af að rækta eða viltu hafa garðinn einfaldan og viðhaldslítinnDSC04233?

Hvernig garð langar þig í? Nútímalegan með beinum línum og óþarfa prjáli? eða gamaldags með rúnnuðum lífrænum línum og formum þar sem auðvelt er að blanda saman ólíkum plöntum og hlutum? Gott er að hafa í huga að garðurinn passi við húsgerðina sem í garðinum er.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Hvaða plöntur eru nú þegar í garðinum, hverjar viltu hafa áfram? Gætu sumar sómt sér betur annars staðar, þá er um að gera að vera óhræddur við að flytja þær til. Með því að endurnýta gróðurinn sem fyrir er í garðinum ertu umhverfisvænn um leið og þú sparar. Tré getur til að mynda fengið nýja ásýnd og upplyftingu með því að raða grjóti í kring eða mynda hring og pláss í kringum það svo það fái notið sín til fulls ef á það er skyggt eða að því er þrengt.

Gott er að rissa garðin upp og skilgreina hvar hlutir og plöntur eiga að vera. Gerðu lista áður en farið er af stað að kaupa, með því má spara óþarfa kaup sem nýtast ekki sem skildi. Leitaðu ráða hjá fagfólki þegar þú þarft.

Einnig er hægt að skiptast á plöntum, fjölæringum og fræjum á ákveðnum tímum hjá Garðyrkjufélagi Íslands nú eða nágrönnum og vinum. Með því móti má fjölga tegundum og fá nýjungar í garðinn.

Sparaðu með því að gera sem mest sjálfur og taktu þér tíma í verkið, það veitir líka meiri gleði 🙂

Sótt á vef: http://homedesignlover.com/landscape-designs/10-money-saving-landscaping-tips/

Garðurinn er nærtækasta auðlindin

Garðeigendur sem eru svo heppnir að eiga garð sem snýr mót suðri og er skjólgóður, geta nýtt hann sem hina ákjósanlegustu auðlind. Hægt að rækta allt mögulegt til nytja eins og salat sem getur gefið af sér a.m.k. fjóra mánuði á ári. Gulrætur, kál, rófur og hvers kyns grænmeti, kryddjurtir, jarðarber og rifs og sólber ofl, og fyrir þrautseiga má spreyta sig á hinum ýmsu ávöxtum. Epli, perur, plómur og kirsuber hafa skilað uppskeru hér á landi og eru fleiri og fleiri að ná tökum á þeirri kúnst. Ávaxtatré geta nefnilega lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi sem sýnir að þetta er hægt.

Ávaxtatré þurfa gott skjól.

Ávaxtatré geta verið til prýði en þurfa gott skjól og nóg af sól.

Sólríkur og vel skipulagður grænmetisgarður getur verið til mikillar prýði og ánægju. Ekki er verra að vita til þess að garðræktarþerapía er notuð bæði til uppbyggingar einstaklinga og samfélaga eins og í fangelsum, sannað þykir að hún bæti minni og andlega getu sem og styrki líkamann, einnig getur hún bætt samhæfingu, jafnvægi og úthald. Halda áfram að lesa

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa

Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa

Fyrir og eftir breytingar

Hér er garður skipulagður með þarfir nýrra eigenda í huga.  Markmiðið var að fá notalegri dvalarsvæði sem næst húsi og meira skjól. Hluti garðsins er fallegt náttúrulegt holt sem hefur fengið að halda sér. Sjaldgæf vin í borg.

DSC03263 DSC03264

Fyrir: hér sést hvernig dvalarsvæðið var í tengslum við hús og holt.
DSC03290
DSC04237

Fyrir: eldri tenging við holtið.              –         Eftir: núverandi tenging, grasflöt bætt við á                                                                                 neðri palli með leiktæki fyrir börnin.      
DSC03291

Vesturpallur fyrir breytingu var gangstétt.  Eftir: pallur er nú rúmgóður með heitum                                                                                      potti og góðu dvalarsvæði upp við hús.
DSC03295
DSC04218

Vesturgarður fyrir og eftir. Dvalarsvæðið var gert upp við hús. Garðurinn er nú á þremur pöllum. Efst pallur með dvalarsvæði og heitum potti, mið grasflöt með leiktæki og neðst er upprunalega holtið.
DSC03297DSC04219

Fyrir: holtið náði næstum upp að húsi.     Eftir: holtið er nú aðeins fjær þar sem komið var fyrir miðpalli með grasflöt. Vel gekk að endurnýta hleðslusteininn sem fyrir var á lóðinni. Halda áfram að lesa

Garðurinn skipulagður

Að mörgu bera að huga við skipulagningu garðsins og nú fer sá tími í hönd þar sem við viljum geta notið útiveru til hins ýtrasta. Með góðri skipulagning getur garðurinn orðið framlenging á húsinu.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna.

Leiksvæði fyrir börn og fullorðna, grasflötin góða.

Viljum við hafa pláss fyrir leiksvæði eða bara gott andrými?

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Góður skjólveggur getur breytt miklu og einnig verið til mikillar prýði.

Hvar er mesta skjólið að finna, þarf að útbúa það eða er það til staðar? Huga þarf að ríkjandi vindáttum og staðsetningu.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Lítið viðhald getur líka verið notalegt sérstaklega ef þar er að finna skjól og sól.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram.

Ávaxtatrjáræktun hentar grænum fingrum og þeim sem vilja prófa sig áfram í garðræktun.

Viljum við hafa viðhaldslítinn garð eða elskum við að róta í moldinni og hlúa að plöntunum?

Stór pallur til að taka á móti stórfjölskyldunni í garðveislu og pottapartý.

Stóran pall fyrir stór matarboð í garðveislu og pottapartý, eða viljum við hafa rýmin minni?

Hér er ró og næði og gott skjól.

Hér er ró og næði og gott skjól.

 

 

 

Erum við með góð svæði þar sem við höfum næði í garðinum, eða viljum við búa þau til?  Viljum við rúmgóðan pall til að halda stór matarboð og garðveislur?  Viljum við heitan pott?

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

Kryddjurtabeð getur verið mjög skrautlegt og svo má líka hafa sumarblóm inn á milli til enn meiri prýði.

 

 

 

 

 

 

 

Viljum við hafa möguleika á heimaræktun?  Þá þarf að finna henni hentugan stað, skjólgóðan og sólríkan. Kryddplöntur t.d. nærri eldhúsi eða útgangi í garðinn til að fljótlegt sé að skjótast út í garð að ná í kryddið í eldamennskuna.  Í sér beðum, pottum eða kerjum.

Við þessum spurningum eru mörg svör og misjöfn, það er gagnlegt fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér til að sjá hvort garðurinn er að fullnægja óskum heimilisfólksins.

 

Vel heppnuð Asparklipping.

Hér hefur tekist vel til við minnkun og klippingu aspa.

Á einni göngu minni um borgina nánar tiltekið í Stekkjarhverfi í Breiðholti rakst ég á þessar fallegu aspir. Margir stríða við ofvöxt aspa og hér er gott dæmi þar sem vel hefur tekist að minnka þær. Nú mynda þær fallega mótaðar kúlur um tveimur árum eftir klippingu. Vopnið er áræðni, þor og þolinmæði 🙂  svo er bara að halda þeim í horfinu.  Þetta er ein hugmynd um hvað hægt er að gera þegar aspir hafa tekið yfir garðinn og eru orðnar miklu stærri en til stóð. Halda áfram að lesa

Lóðréttur garður í Vietnam

Græn bygging í Vietnam, lóðréttur garður skýlir fyrir sól, hávaða og mengun.

Á plásslitlu svæði á Saigon í Vietnam var hannað hús handa 30 ára gömlu pari og móður þeirra. Það er einungis 4 metrar á breidd en alveg 20 metra hátt.  Útveggir þess að framan og aftan eru grænir, lóðréttir garðar.  Þar fyrir innan eru gluggar/hurðar svo gott sé að sinna „garðverkunum“. Innveggir eru fáir sem engir og því er útsýnið óhindrað að gróðrinum hvaðan sem er úr húsinu. Halda áfram að lesa

Jólaljósin í garðinum

Falleg jólalýsing í skammdeginu gefur garðinum nýtt útlit

Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga. Halda áfram að lesa