Margt er verið að skoða í sambandi við ferðamannastaði, til að standa straum af kostnaði sem snýr að viðhaldi helstu náttúruperla okkar þar sem fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega á síðustu misserum. Þessum aukna fjölda sem spáð er að muni vaxa áfram næstu ár, fylgir aukinn átroðningur og umferð um viðkvæma náttúru okkar. Þar eru ærin verkefni við skipulagningu og úrræði til að hægt verði að fara áfram um þessi svæði og að þau haldi áfram verðgildi og sérstöðu sinni.
Hér verða nefnd nokkur atriði sem okkur þóttu áhugaverð af fyrirlestrum og ráðstefnum sem við sóttum á síðustu mánuðum. Halda áfram að lesa