Hræðileg byggingarslys.

Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.

5r

Svartholsrennibraut?

Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum  en önnur  getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.

Í  Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum!  

7r

Svefnloft með bílskúr?

8r

Ónothæft bilastæði.

10r

Hvert liggur stígurinn?

Svefnloft með bílskúr hefur eflaust litið betur út á blaði en í framkvæmd. Þó það sé nauðsynlegt að hafa góðan vatnshalla frá húsi er þetta fullmikið 😉

 

 

 

 

Í heitum löndum getur komið sér vel að leggja bílnum í skugga en hér er nú líklega full langt seilst. Það er lágmark að komast í stæðið.

 

 

 

 

 

 

Við stígalagningu hefði maður haldið að hugsað væri fyrir því að hann leiði mann á ákveðinn leiðarenda.

 

 

 

Hm talandi um að mála sig út í horn.

Hm talandi um að mála sig út í horn.

 

 

Svo þarf líka að hugsa fram í tímann á meðan á framkvæmd stendur. Heldur vont þegar maður hefur málað sig út í horn. Hér eru þeir nýbúnir að koma þessum fínu staurum fyrir og ég vona svo sannarlega, þeirra vegna, að einn þeirra sé hreyfanlegur.