Greinasafn fyrir merki: Skýling

Vetrarskjól

Vetrarskýling af ýmsum toga

Vetrarskýli af ýmsum toga

Gott er að huga að vetrarskýlingu plantna á meðan jörð er ófrosin og auðvelt er að reka niður stoðir. Það má jafnvel bíða með að setja skýlinguna sjálfa upp þar til veður gerast vályndari svo er líka rétt að minna þá ræktendur á að vorin eru hættulegasti tími fyrir sígrænar plöntur.  Þegar mikil útgufun er og sólin skín þá er mesta hættan á að sígrænu plönturnar geti orðið brúnar eða gular, nema gerðar séu ráðstafanir til að skýla þeim. Skýlinguna er svo hægt að fjarlægja í maí eða þegar öll hætta á næturfrosti er liðin hjá. Mestu skemmdirnar verða yfirleitt í febrúar fram í mars þegar birtir en frost er ekki farið úr jörðu.

Halda áfram að lesa