Greinasafn fyrir merki: Gufubað

Sauna eða þurrgufa í garðinn?

Saunu hefur verið bætt við núverandi pottasvæði og nýtist því einnig sem skjólveggur.

Ef sauna er eitthvað fyrir þig og þú ert með ónotað horn eða svæði í garðinum gæti verið upplagt að nýta það undir saunukofa/hýsi. Þau er hægt fá eða smíða í alls kyns formum og útfærslum. Þetta hér að ofan er t.d. teiknað og bætt við núverandi pottasvæði. Þá er það útfært í sömu efnum og notuð eru víðs vegar í garðinum og það útfært í sama form og best passar húsi og nágrenni. Þannig er jafnvel hægt að láta það falla inn í umhverfið svo það verði lítið áberandi sé það ætlunin. Jafnvel má nýta hluta þess sem skjólvegg eða bæta því við núverandi skjólveggi. Sé pottasvæði nú þegar fyrir í garðinum gæti verið heppilegt að bæta saunu við það.

Þá er skynsamlegt að skoða vel hvar sauna er heppilegust í skipulagi garðsins og hanna það áður en að framkvæmd kemur. Oft þarf einnig að huga að undirstöðum og undirlagi fyrir þær. Best er að hafa aðgang að köldu vatni nærri og svo er rafmagn nauðsynlegt. Stærðir geta verið allt frá 3 fermetrum upp í 7 eða 8, algengast er þó í kringum 5 m2. Ekki þarf sérstakt leyfi fyrir því sé það innan við 15 m2 að stærð og staðsett a.m.k. 3 metra frá húsi og lóðamörkum.

þessar saunatunnur fást hjá Sauna.is

Hægt er að fá tilbúnar saunur af ýmsum gerðum eins og tunnur eða nútímalegar með glerveggjum, allt eftir því hvað passar best. Helstu söluaðilar hér á landi eru:

  • Sauna, Sauna.is á Smiðjuvegi í Kópavogi
  • Trefjar í Hafnarfirði
  • Funi og Blikkás einnig á Smiðjuvegi í Kópavogi
  • Laugin einnig á Smiðjuvegi í Kópavogi

Hjá Sauna má t.d. sjá þessar útfærslur:

Pure cube eða kubbur eins og Sauna.is kallar þessa nútímalegri gerðina.
Eða Luna eins og þessi gerð er kölluð hjá Sauna.is

Trefjar í Hafnarfirði selja tilbúna saunuklefa/kofa eða hýsi eins og þessa:

Lúxus gufa eins og þessu fæst hjá Trefjum.
Þessi er notaleg innandyra.
Hjá Trefjum fæst einnig þessi gerð af garðagufu.

Þessa nútímalegu gerð selja Funi/Blikkás en þeir eru einnig með hefðbundnar saunatunnur.

Gufubað eða sauna cube eins og Blikkás/Funi kallar þessa gerð.
Ein af tegundunum sem Laugin býður upp á Country.

Bætt heilsa með saunuböðum

Dr. Rhonda Patrick

Finnar hafa í óralengi notað saunu sér til heilsubótar og kannski skýrir þetta viðtal við Dr. Rhonda að einhverju leiti áhuga þeirra og fólks á notkun þeirra til aukinnar vellíðunar og betri heilsu. Fyrir þá sem hafa áhuga þá kemur þar fram að því oftar sem gufubað er stundað því meira minnkar það líkur á ýmsum hjartasjúkdómum, alzheimer og fleirum, töfratalan virðist vera fjórum sinnum á viku í allt að 20 mín í senn. Það lækkar til dæmis blóðþrýsting og getur fækkað dauðsföllum af alls kyns orsökum um allt að 40% hjá þeim sem nota saunu fjórum sinnum og oftar í viku. Þó saunaböð séu yfirleitt álitin góð leið til slökunar og endurnæringar þá kemur einnig í ljós að þau veita líkamanum svipaðan ávinning og af meðal líkamrækt eins og aukinn hjartsláttur og sviti sýnir.

Hér eru því komnar enn fleiri ástæður til að nýta sér þetta form til betri heilsu.

Rannsóknir hafa sýnt að saunabað stundað 4-7 sinnum á viku, virðist fækka dauðsföllum vegna hjartaáfalla um 63%.