Torgið nefnist Kic Park og er í Shanghai í Kína.
Viður, gras og tré í bland við auglýsingaskilti. Vel heppnuð hönnun sem reynist vel nýtt af vegfarendum. Kik Park var hannað árið 2009 á afgangssvæði við inngang inn í Kic Village sem byggður var á síðari árum fyrir námsmenn.
Hönnuðurinn er Francesco Gatti. Fyrirtæki hans nefnist 3GATTI. Hann sá fyrir sér viðargólf sem myndi þjóna öllum þörfum hins venjulega opinbera svæðis. Viðargólfið er allt í senn sæti, göngustígar, plankar fyrir auglýsingaskilti og fleira. Á milli þeirra eru græn svæði með grasflöt og trjám. Heildarflötur er 1100 m².