Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar

Síðastir með haustliti

Við skipulag á plöntum er oft reynt að ná góðri breidd í fjölbreytileika og hafa „eitthvað í gangi“ á öllum tímum sumars og jafnvel árs. Algengt er að blanda saman blómstrandi runnum og plöntum eftir blómgunartíma og litum þannig að eitt taki við af öðru. Það mætti kannski líka hugsa það sama út frá haustlitum plantna, hvenær þær byrja og enda haustliti sína. Það er nefnilega sérlega fallegt að sjá tré og runna sem enn standa eftir með lauf sín í áberandi haustlit þegar flest hafa misst laufin. Eins og þessi fallegi reynir sem skartaði sínu fegursta í nóvember löngu eftir að fyrsta haustlægðin gekk yfir.

Fjallareynir ´belmonte stendur lengst með haustliti sína.

Drekabroddur, Berberis amurensis var áberandi innan um vetrarbúning umhverfisins.

Drekabroddar voru áberandi í nóvember byrjun þegar aðrar tegundir voru búnar að fella laufin en þeir voru enn í sínum fegurstu haustlitum.

 

 

Mest áberandi tré haustsins

Reynir ´Dodong fær afar áberandi appelsínugula haustliti.

Í október skáru þessi tré sig mest úr í sínu umhverfi. Mjög falleg tré sem nutu sín til fulls. Þessar myndir voru teknar áður en fyrsta haustlægðin skók þau til.

Skinreynir, Sorbus ´Rehderiana fær afar áberandi fallega hárauðan haustlit.

Broddhlynur fær sérlega áberandi gula og appelsínugula haustliti.

Virginíuheggur ´Lúsifer fær mjög fallegan djúprauðan haustlit.

Kínareynir ´Sólon skartar þessum fallegu haustlitum jafnvel eftir fyrstu haustlægðina.

Þessi tré lífga upp á haustið.

Haustdýrð

Þegar fyrsta hressilega haustlægðin hefur síðan vaðið yfir landið fjúka flest haustlaufin af en þá stendur Sumareikin áberandi út úr vegna þess hve fallega græn laufin eru enn. Hún stendur laufguð mun lengur en flest lauffellandi tré.

Sumareikin heldur dökkgrænum og sterklegum laufum sínum langt fram á haustið.

 

Litadýrð haustsins

Reynitegundir bjóða upp á fjölbreytta haustliti

Við val á gróðri er gott að hafa í huga ýmis atriði eins og fjölbreytileika í haustlitum tegunda. Raða tegundum saman að þannig að sérkenni þeirra fái notið sín á mismunandi árstíðum. Haustin eru sérlega skemmtilegur tími skærra og fallegra lita í rauðu, gulu og appelsínugulum tónum sem gleðja augu okkar. Tegundir sem mynda áberandi haustliti njóta sín enn betur þegar þær eru umluktar grænum lit annarra tegunda í bakgrunni og það sama á við um purpurarauð blöðin á Virginíuheggnum. Þau verða þannig meira áberandi og skera sig úr nærliggjandi gróðri.

Tegund nýtur sín til fulls þegar hún sker sig úr nærliggjandi umhverfi.

Hélurifs er frábært til að þekja trjábeð og fær afar fallega haustliti.

Helstu tegundir sem fá fallega rauða haustliti eru t.d. : Bersarunni, Birkikvistur, Japanskvistur, Fjallarósablendingur, Gljámispill, Hélurifs og Kirtilrifs, Rósakirsi ´Ruby, Koparreynir, Skrautreynir, Úlfareynir, Sunnubroddur, Sveighyrnir og Þyrnirós ´Lovísa.

Helstu tegundir sem fá fallega gula haustliti eru t.d. : Flestar víðitegundir, kvistir og toppar, Alaskavíðir og Alaskaösp, Bersarunni, Bergreynir, Fjallarifs og birki, Birkikvistur, Bjarmarós, Blárifs, Blátoppur, Blöndustikill, Brekkuvíðir, Brúðurós, Dúntoppur, Fagursýrena, Fjallarós og blendingur, Fjallatoppur, Garðagullregn, Garðakvistill, Gljásýrena, Glótoppur, Glæsitoppur, Gráreynir, Gultoppur, Heggur, Hlíðaramall, Ígulrós, Japanskvistur ´Golden princess, Jörfavíðir, Körfuvíðir, Klukkutoppur, Mánakvistur, Loðvíðir, Myrtuvíðir, Perlukvistur, Rauðtoppur, Reyniblaðka, Runnamura, Selja, Silfurreynir, Síberíukvistur, Snjóber, Snækóróna, Sólber, Sunnukvistur og Surtartoppur.

Heimildir: http://k-sql.lbhi.is/yg/Utlit.aspx

Annar pistill á síðunni sem fjallar líka um haustliti.

 

Langfyrstur með haustliti

Einkagarður endurskipulagður

IMG_2138 Hér er fjallað um breytingar á garði sem var endurhannaður með það í huga að mynda betri dvalarsvæði og meira næði. Efst sést aðkoma að húsinu þar sem aðalinngangur snéri í suður og lóðin var opin og lítið um næði. Aðalinngangurinn í húsið truflaði þannig talsvert aðal dvalarsvæði garðsins. Á miðri grasflöt voru stór tré og falleg fuglaböð úr stuðlabergi. Eftir breytingu voru bílastæði lokuð af frá garði og komið fyrir sorpgeymslu í skjólveggjum. Nú er gengið úr húsi beint út á suðurpall og þaðan út á stóra grasflöt sem nýtist vel til leikja. Komið var fyrir heitum potti með skjólveggjum fyrir aðalvindáttum sem stuðla einnig að betra næði.

hadal 0028

Áður voru á miðri grasflöt fuglaböð og stór tré.

Eftir breytingu var komið fyrir suðurpalli upp við hús og heitum potti.

 

 

 

 

 

 

DSC02761

Aðkoma og bílastæði en sorpgeymsla er felld inn í skjólvegg.

Dvalarsvæði, suðurpallur og heitur pottur.

 

 

 

 

 

 

 

Stór og góður viðarpallur nýtist vel fyrir garðveislur í góðum veðrum sem og til sólbaða og viðveru.

heitur potturHeitur pottur er afmarkaður með skjólveggjum til norðurs og austurs, sem skyggja þá ekki á sól en skýla fyrir helstu góðveðurs vindáttum. Efri brún pottsins nemur við efri brún viðarpallsins kringum hann. Þannig er þægilegt að sitja umhverfis pottinn ef maður vill kæla sig niður og sóla sig.   Áður en hafist er handa við endurskipulagningu er gott að geta séð fyrir sér útkomuna með því að skoða þrívíddarteikningar af fyrirhuguðum breytingum. Þannig verða yfirvofandi breytingar raunverulegri og auðveldar það oft eigendum að sjá endanlega útkomu þeirra.

Vestur útlit aðkoma

Útlit vestur.

Gardur_Heiturpottur

Heitur pottur með skjólveggjum.

Austurgarður horft úr suðri.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

Aðkoma, sorpgeymsla og bílastæði.

 

Gardur Fuglabad

Gróður og fuglabað eru færð út við lóðarmörk til þess að lóðin nýtist betur.

e209828_3A

Fuglabað og grenitré voru fyrir miðri lóð þar sem nú er heitur pottur og suðurpallur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig var skoðað hvað gaman væri að nýta áfram, eins og náttúruhellur, fuglaböð og gróður. Ákveðið var að færa reynitré og fuglaböð úr stuðlabergi sem áður voru á miðri grasflöt út að jaðar lóðar, til að fá stærri grasflöt til leikja og til að koma í veg fyrir skuggamyndun en þannig nýtist garðurinn betur. Haldið var í þann gróður sem var í góðu ástandi og fallegar náttúrulegar steinhellur sem fyrir voru í garðinum en þær fluttar og gefið nýtt hlutverk. Steinhellurnar sem voru áður í aðkomustétt afmarka nú grasflöt frá blómabeði sem auðveldar grasslátt og gefur skemmtilegan svip. Einföld form eru á pöllum og hellulögn upp við hús, nútímalegt og stílhreint eins og húsið en í kringum grasflöt eru mýkri og frjálslegri form sem umvefja garðinn og skapa skemmtilegt mótvægi og hlýleika.

Náttúrulegar steinhellur

Hér fá steinhellurnar nýtt hlutverk. Auðvelda grasslátt og gefa skemmtilegan svip í beðið.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi.

Náttúrulegar steinhellur voru áður í aðkomu að aðalinngangi, séð úr lofti.

Stórar aspir sem áður skýldu fyrir austan átt voru fjarlægðar þar sem þær voru orðnar allt of háar, en reynt hafði verið að lækka þær um helming til þess að halda þeim og minnka skuggamyndun en það kom ekki vel út og þoldu þær það illa. Í staðinn var settur skjólveggur í þremur flekum og gróður sitt hvoru megin. Utan við vegginn eru rifsber, sólber og mismunandi tegundir af Reynitrjám. Með tíð og tíma munu trén ná að veita meira skjól fyrir ríkjandi austanáttinni líkt og aspirnar gerðu áður en munu síður verða of há.

Aspirnar sem ákveðið var að fjarlægja þar sem þær voru svo háar og mikil skuggamyndun af þeim.

Rifsber og reynitré af ýmsum tegundum mynda fallega breiðu utan við skjólveggi.

Eigendur hafa einnig gaman af nytjaræktun og skipulagið tekur mið af því, þannig er kryddjurtabeð nærri eldhúsinu en aðalgrænmetisræktunin fer fram í austurgarði þar sem eru gróðurhús og grænmetisreitir ásamt ávaxtatrjám.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja í matargerðina.

Kryddbeð er nærri eldhúsi svo stutt sé að sækja það í matargerðina.

Grænmetisræktun í reitum og ávaxtatré.

Grænmetisræktun í gróðurkössum og ávaxtatré.

 

 

 

 

 

 

 

 

Geymslukofi, gróðurhús og ræktunarkassar er staðsett í austurgarði.

 

 

 

 

 

 

 

Sparnaðarráð fyrir garðahönnun

IMG_1705

Náttúrulegt útlit með litlum tilkostnaði.

Margar leiðir eru til að gera garðinn huggulegan á einfaldan hátt með lágum tilkostnaði.

Skipuleggðu garðinn áður en þú byrjar, hvernig viltu nota hann, hefurðu gaman af að rækta eða viltu hafa garðinn einfaldan og viðhaldslítinnDSC04233?

Hvernig garð langar þig í? Nútímalegan með beinum línum og óþarfa prjáli? eða gamaldags með rúnnuðum lífrænum línum og formum þar sem auðvelt er að blanda saman ólíkum plöntum og hlutum? Gott er að hafa í huga að garðurinn passi við húsgerðina sem í garðinum er.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Gljámispill er auðveldur í mótun og sést hér í fallegu bogadregnu klipptu gerði.

Hvaða plöntur eru nú þegar í garðinum, hverjar viltu hafa áfram? Gætu sumar sómt sér betur annars staðar, þá er um að gera að vera óhræddur við að flytja þær til. Með því að endurnýta gróðurinn sem fyrir er í garðinum ertu umhverfisvænn um leið og þú sparar. Tré getur til að mynda fengið nýja ásýnd og upplyftingu með því að raða grjóti í kring eða mynda hring og pláss í kringum það svo það fái notið sín til fulls ef á það er skyggt eða að því er þrengt.

Gott er að rissa garðin upp og skilgreina hvar hlutir og plöntur eiga að vera. Gerðu lista áður en farið er af stað að kaupa, með því má spara óþarfa kaup sem nýtast ekki sem skildi. Leitaðu ráða hjá fagfólki þegar þú þarft.

Einnig er hægt að skiptast á plöntum, fjölæringum og fræjum á ákveðnum tímum hjá Garðyrkjufélagi Íslands nú eða nágrönnum og vinum. Með því móti má fjölga tegundum og fá nýjungar í garðinn.

Sparaðu með því að gera sem mest sjálfur og taktu þér tíma í verkið, það veitir líka meiri gleði 🙂

Sótt á vef: http://homedesignlover.com/landscape-designs/10-money-saving-landscaping-tips/

Listrænar trjáklippingar

Margar leiðir eru færar í trjáklippingum og hægt að móta runna og tré á ýmsa vegu. Jafnvel er hægt að mynda ólíka ásýnd og áferð með hugmyndaflugið að vopni.

Hekkgluggi

Gluggi formaður í þéttu hekki, í gegnum hann er eins og horft sé á málverk. Nauðsynlegt að huga að því hvað mun sjást í gegn svo vel takist til.

buxusTroppur

Skemmtilegar andstæður í þessum tröppum, snyrtilega formað buxus mýkir áhrif steypunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hekkVeggir3Kulur

Kúlulaga mótuð trén njóta sín vel umkringd snyrtilegu hekki með ferkantaða grasflötina í baksýn.

kulur

Litlir runnar mótaðir í kúlur í ýmsum grænum tónum gefa áhugaverða sýn á annars gráleita steypuna.

kulubreidur

Jafnvel stærð og lögun kúlunnar breytir miklu, hér loftar vel á milli runnanna svo hver kúla lág og breið nýtur sín til fulls.

topiaryTrees

Mismunandi grænir litir á mismunandi stórum kúlum og kúlurnar í mismunandi hæð gefa fletinum nýja vídd.

margskonarKulurofl

Fallega grænir runnar mótaðir í kúlur innan um annars konar vaxtarlag plantna, kúlu eða þúfulaga lággróðurinn myndar svo skemmtilegan grunn til móts við vatnsflötinn.

kuluklippingar

Þéttplantaðir runnar mótaðir í misstórar kúlur mynda áhugavert mótvægi við beinan kant tjarnarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir teknar af vef:  https://www.pinterest.com/pin/144467100525734233/  og https://www.pinterest.com/pin/144467100525736390/  og https://www.pinterest.com/pin/347410558724993765/ og https://www.pinterest.com/pin/413416440771897870/ og https://www.pinterest.com/pin/470626229783282770/ og https://www.pinterest.com/pin/34551122113379103/ og https://www.pinterest.com/pin/329044316494445159/ og https://www.pinterest.com/pin/356488126723573230/

 

 

 

Vetrarskjól

Vetrarskýling af ýmsum toga

Vetrarskýli af ýmsum toga

Gott er að huga að vetrarskýlingu plantna á meðan jörð er ófrosin og auðvelt er að reka niður stoðir. Það má jafnvel bíða með að setja skýlinguna sjálfa upp þar til veður gerast vályndari svo er líka rétt að minna þá ræktendur á að vorin eru hættulegasti tími fyrir sígrænar plöntur.  Þegar mikil útgufun er og sólin skín þá er mesta hættan á að sígrænu plönturnar geti orðið brúnar eða gular, nema gerðar séu ráðstafanir til að skýla þeim. Skýlinguna er svo hægt að fjarlægja í maí eða þegar öll hætta á næturfrosti er liðin hjá. Mestu skemmdirnar verða yfirleitt í febrúar fram í mars þegar birtir en frost er ekki farið úr jörðu.

Halda áfram að lesa

Garðurinn er nærtækasta auðlindin

Garðeigendur sem eru svo heppnir að eiga garð sem snýr mót suðri og er skjólgóður, geta nýtt hann sem hina ákjósanlegustu auðlind. Hægt að rækta allt mögulegt til nytja eins og salat sem getur gefið af sér a.m.k. fjóra mánuði á ári. Gulrætur, kál, rófur og hvers kyns grænmeti, kryddjurtir, jarðarber og rifs og sólber ofl, og fyrir þrautseiga má spreyta sig á hinum ýmsu ávöxtum. Epli, perur, plómur og kirsuber hafa skilað uppskeru hér á landi og eru fleiri og fleiri að ná tökum á þeirri kúnst. Ávaxtatré geta nefnilega lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi sem sýnir að þetta er hægt.

Ávaxtatré þurfa gott skjól.

Ávaxtatré geta verið til prýði en þurfa gott skjól og nóg af sól.

Sólríkur og vel skipulagður grænmetisgarður getur verið til mikillar prýði og ánægju. Ekki er verra að vita til þess að garðræktarþerapía er notuð bæði til uppbyggingar einstaklinga og samfélaga eins og í fangelsum, sannað þykir að hún bæti minni og andlega getu sem og styrki líkamann, einnig getur hún bætt samhæfingu, jafnvægi og úthald. Halda áfram að lesa

Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið. Halda áfram að lesa

Vetrarfallegur gróður

Við gróðurval og skipulag er reynt að stuðla að fjölbreytileika og blómgun mismunandi árstíma til að hafa alltaf eitthvað í gangi. Þannig má hafa gaman að umhverfinu og sjá eitthvað nýtt í hvert sinn. Vetrarfallegur gróður skiptir miklu máli. Í þessum pistli er sjónum beint að nokkrum tegundum sem sóma sér líka vel yfir vetrartímann.

IMG_2167IMG_2156  IMG_2175

Flestir hugsa eflaust um hinn hefðbundnari sígræna gróður eins og greni og furu sem vetrarfallegan gróður. Jafnvel fljóta einir og sýprus með í þessari flóru, enda fjölmargar og breytilegar tegundir í þeim flokki. Halda áfram að lesa